Réttur


Réttur - 01.06.1946, Page 29

Réttur - 01.06.1946, Page 29
IÍROTTNAR ATVINNUUFSINS FeiÉiliringuriiiii Fuilever Með hverjum áratug, sem líður, eflast auðhringarnir æ meir og gerast umsvifameiri í fjárhagslífi og stjórnmálum heims- ins. Þeir telja sér óviðkomandi landamæri þjóða og ríkja og halda áfram að spinna kóngulóarvef sinn um hnöttinn jafnt í kreppum, styrjöldum og hungursneyð sem á velgengnistím- um. Kreppur og styrjaldir eru þeim jafnvel að því leyti hag- stæðari, að þá er auðveldara að ráða niðurlögum veikari keppinauta eða knýja þá til samstarfs við hringavaldið. Sum- ir auðhringanna eru orðnir sannkölluð heimsveldi, allsráð- andi að heita má hver á sínu sviði í hinum kapítalska hluta heimsins. Þessi heimsveldi eru ekki merkt á landabréfum, og engir nema æðstu Stjórnendur þeirra kunna full skil á, hvar þræðir þeirra liggja. Svo mikil leynd hvílir yfir starfsemi hringanna. En það getur þó komið fyrir, að heilar þjóðir geri sér skyndilega grein fyrir valdi þessara ósýnilegu heimsvelda, þegar þær ætla að koma sér upp óháðri framleiðslu á ein- hverju sviði, sem hringarnir hafa helgað sér, eða þjóðnýta fyrirtæki, sem þeir hafa starfrækt. Þannig lagði Unilever við- skiptabann, að því er matarolíur snertir, á Tékkóslóvakíu nú eftir stríðið, vegna þess að Tékkar þjóðnýttu olíuherzluverk- smiðjur hringsins þar í landi. Einn af stærstu hringum heimsins er feitmetishringurinn, sem almennt er kallaður Unilever, en heitir fullu nafni Lever Brothers & Unilever Ltd. Hefur félagið aðalbækistöð sína í London. Systurfélag þess samnefnt hefur aðsetur í Rotter- dam í Hollandi. Þó að félögin séu að forminu til tvö, eru þau í rauninni eitt og sama félagið, sem stjórnað er frá London. Þessi hringur er mestu ráðandi um alla smjörlíkis- og sápu- framleiðslu hins kapítalska heims, en starfsemi hans er þó miklu fjölþættari. Hann framleiðir einnig gúmmí, pappír, þvottaduft (t. d. Lux, Rinso), kópru (þurrkaða kókoshnetu-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.