Réttur


Réttur - 01.06.1946, Blaðsíða 38

Réttur - 01.06.1946, Blaðsíða 38
Kai Moltke: áðdmgandi finsk-rússneska stríðsins 1939—'40 Hér birtist kafli úr formálanum að bók Kai Moltkes, „Krigen köbt paa Avbetaling", er út kom i Kaupmannahöfn á þessu ári. 1 bókinni er fróðlegt safn ritgerða um alþjóðastjórnmál, sem höfund- urinn samdi síðustu árin fyrir stríðið. I formála rekur hann ýmis efnisatriði nánar út frá því, er síðar hefur komið í ljós, og er þessi kafli tekinn þaðan. Afturhaldið kappkostar nú að falsa eða fella í gleymsku forsögu siðustu styrjaldar, jafnframt því sem það reynir að villa. um fyrir alþýðunni um ástandið í dag. „Réttur" telur hins vegar, að alþýðunni sé fyllsta þörf á sem réttastri frásögn og mati á öllum þcssum atburðum, bæði því, sem gerzt hefur og er að ger- ast, og því er þessi grein birt hér. Þýð. Það væri barnalegt að gleyma því, að gömul deilumál með þjóðum geta spillt sambúð þeirra til langframa, ef málin eru ekki skýrð í fullri hreinskilni í tæka tíð. Finnska vandamálið svonefnda var að verða þess eðlis, að því er tók til samskipta Sovét-ríkjanna og Norðurlanda. Og það væri helzt til mikil bjartsýni að telja, að allur misskilningur í þessu efni sé úr sögunni, þótt ófriðnum sé lokið. Annmarkinn er sá, að það er orðin föst venja hiá okkur að líta eingöngu á þessi málefni frá sjónarmiði finnskrar borgarastéttar og leita aðeins frétta og skýr- inga úr þeirri átt. Hins vegar hafa blöð okkar og frétta- stofnanir verið næsta treg til að taka í nokkru tillit til sjónarmiða og röksemda Rússa, er mál þessi hafa verið metin. En á slíku var full nauðsyn, og ríður þó meira á því nú en nokkru sinni áður. Verði það ekki gert, er hætt við, að gamla sárið hafizt illa við og óhlutvöndum sovét- f jendum takist að ýfa það upp á ný.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.