Réttur


Réttur - 01.06.1946, Side 38

Réttur - 01.06.1946, Side 38
Kai Moltke: áðdmgandi finsk-rússneska stríðsins 1939—'40 Hér birtist kafli úr formálanum að bók Kai Moltkes, „Krigen köbt paa Avbetaling", er út kom i Kaupmannahöfn á þessu ári. 1 bókinni er fróðlegt safn ritgerða um alþjóðastjórnmál, sem höfund- urinn samdi síðustu árin fyrir stríðið. I formála rekur hann ýmis efnisatriði nánar út frá því, er síðar hefur komið í ljós, og er þessi kafli tekinn þaðan. Afturhaldið kappkostar nú að falsa eða fella í gleymsku forsögu siðustu styrjaldar, jafnframt því sem það reynir að villa. um fyrir alþýðunni um ástandið í dag. „Réttur" telur hins vegar, að alþýðunni sé fyllsta þörf á sem réttastri frásögn og mati á öllum þcssum atburðum, bæði því, sem gerzt hefur og er að ger- ast, og því er þessi grein birt hér. Þýð. Það væri barnalegt að gleyma því, að gömul deilumál með þjóðum geta spillt sambúð þeirra til langframa, ef málin eru ekki skýrð í fullri hreinskilni í tæka tíð. Finnska vandamálið svonefnda var að verða þess eðlis, að því er tók til samskipta Sovét-ríkjanna og Norðurlanda. Og það væri helzt til mikil bjartsýni að telja, að allur misskilningur í þessu efni sé úr sögunni, þótt ófriðnum sé lokið. Annmarkinn er sá, að það er orðin föst venja hiá okkur að líta eingöngu á þessi málefni frá sjónarmiði finnskrar borgarastéttar og leita aðeins frétta og skýr- inga úr þeirri átt. Hins vegar hafa blöð okkar og frétta- stofnanir verið næsta treg til að taka í nokkru tillit til sjónarmiða og röksemda Rússa, er mál þessi hafa verið metin. En á slíku var full nauðsyn, og ríður þó meira á því nú en nokkru sinni áður. Verði það ekki gert, er hætt við, að gamla sárið hafizt illa við og óhlutvöndum sovét- f jendum takist að ýfa það upp á ný.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.