Réttur


Réttur - 01.06.1946, Page 58

Réttur - 01.06.1946, Page 58
138 RÉTTUR „Nei, ég veit ekki hver....“ Hún settist á legubekkinn við gluggann. Hún sagði ekki neitt, en horfði á hann eins og hluti af honum sjálfum heföi orðið eftir í dauðanum með manninum, sem hafði fórnað sér. „Drepinn?" „Ég veit ekki. ..." „Ég þarf svo margt að segja þér“, sagði hún, „en ég get það ekki núna — ekki enn. Ég verð bara að masa, um hvað sem mér kemur til hugar.... til þess að venjast þeirri hugsun að þú sért enn kominn til mín....“ Hann vissi að hann átti að taka hana í faðm sór, þögull, að einungis það gæti tjáð það sem var milli þeirra og hins látna félaga, en hann hafði ekki geð í sér til hinna gömlu ástúðarlát- bragða, og önnur eru ekki til. „Hvernig líður drengnum?" spurði Kassner og vísaði með höfð- inu til herbergisins, sem barniö svaf í. Hún svaraði með höfuðbeygingu, sem bæði tjáði depurð og að- dáun; eins og öll aödáunarorð, sem hún átti hefðu ekki nægt; eins og rödd hennar væri ekki þess megnug að segja ást hennar til barnsins án þess að bera í sér sársauka ástar hennar til mannsins. Þetta var í fyrsta sinni, þau fimm ár, sem þau höfðu búið sam- an, að hann kom heim úr svona langri ferð, — en hann vissi hvað komur hans, í skugga væntanlcgs aðskilnaðar voru henni. Þján- ingin, sem kom henni til að þrýsta sér að honum með augun drukk- in af ósk um ciningu, um kátínu, — jú, þjáningin, sem hann bakaði henni aðskildi þau miskunnarlaust. Það, að hún taldi af fullri ein- lægni rétt að hann færi, og sú staðreynd, að hún vann sjálf flokks- starf eftir fremstu getu, breytti þar engu. otundum kom honum til hugar, hvort hún hlyti eklci í innstu hugarfylgsnum að ásaka hann fyrir líferni ha.ns, eða þa.nn þátt þoss, sem tók ekki tillit til þjáningar hennar, þjáningar, scr.i hún varla kannaöist við en bar þó í auðmýkt, og örvæntingu. Honum var það ekki ókunnugt, hve mjög hann stundum hafði talið eftir henni ást hans til hermar. „Þegar flugvélin hóf sig tii flugs, sveiflaðist lauf í hvirflum fyrir neðan okkur. Gleðin er alltaf þannig — eins og hvirflandi lauf. .. . flögrandi á yfirborðinu. .. .“ Það var ekki laust við grimmd að afneita gleðinni, einmitt á þeirri stundu, er hún vildi vera líkamning gleði hans, en hún hafði

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.