Réttur


Réttur - 01.06.1946, Blaðsíða 19

Réttur - 01.06.1946, Blaðsíða 19
Ásgeir Bl. Magnússon: Aív4$|Msaii I slendinga Það er á því herrans ári 1581, 12. október um haustið, að Magnús prúði Jónsson sýslumaður í Barðastranda- sýslu lætur dæma Vopnadóm. Dómurinn er kveðinn upp í Tungu í Patreksfirði af þrettán mönnum, sem Magnús hafði til þess kvatt, og er fyrirsögnin, sem hér segir: Dómur, að allir menn hér á landi séu skyldir að eiga vopn og verjur eftir fjárupphæð. Um efni dómsins og tildrög mun að öðru leyti nánar rætt síðar. Hér skal hins vegar vikið að athyglisverðu atriði í for- sendum dómsins. Þar segir svo, að „fóvitar og sýslu- menn“ hafi þá fimm árum áður látið afdæma allan vopna- burð og brjóta vopn og verjur fyrir mönnum, svo að vart sé nú nokkur landsmanna, er eigi lagvopn til að reyna fyrir sér ís á vötnum eða reka af höndum sér gleps- andi hunda. Kalla dómsmenn þetta „stóran ósið“ og „almennilega fordjörfun". Af þessu má vera ljóst, að fimm árum áður, eða 1576, hefur verið kveðinn upp dómur um afvopnun lands- manna. Sá dómur hefur reyndar ekki komið í leitirnar enn. En um hitt verður ekki efazt, að rétt mun þetta hermt í forsendum Vopnadóms. Ei verður heldur vitað, hvort hér hefur verið farið eftir tilskipan konungs, eða dómurinn er runninn undan rifjum fógeta. En hitt sýn- ist vafalaust með öllu, að hann sé ættaður frá dönsku valdstjórninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.