Réttur - 01.06.1946, Side 19
Ásgeir Bl. Magnússon:
Aív4$|Msaii I slendinga
Það er á því herrans ári 1581, 12. október um haustið,
að Magnús prúði Jónsson sýslumaður í Barðastranda-
sýslu lætur dæma Vopnadóm. Dómurinn er kveðinn upp
í Tungu í Patreksfirði af þrettán mönnum, sem Magnús
hafði til þess kvatt, og er fyrirsögnin, sem hér segir:
Dómur, að allir menn hér á landi séu skyldir að eiga
vopn og verjur eftir fjárupphæð.
Um efni dómsins og tildrög mun að öðru leyti nánar
rætt síðar.
Hér skal hins vegar vikið að athyglisverðu atriði í for-
sendum dómsins. Þar segir svo, að „fóvitar og sýslu-
menn“ hafi þá fimm árum áður látið afdæma allan vopna-
burð og brjóta vopn og verjur fyrir mönnum, svo að
vart sé nú nokkur landsmanna, er eigi lagvopn til að
reyna fyrir sér ís á vötnum eða reka af höndum sér gleps-
andi hunda. Kalla dómsmenn þetta „stóran ósið“ og
„almennilega fordjörfun".
Af þessu má vera ljóst, að fimm árum áður, eða 1576,
hefur verið kveðinn upp dómur um afvopnun lands-
manna. Sá dómur hefur reyndar ekki komið í leitirnar
enn. En um hitt verður ekki efazt, að rétt mun þetta
hermt í forsendum Vopnadóms. Ei verður heldur vitað,
hvort hér hefur verið farið eftir tilskipan konungs, eða
dómurinn er runninn undan rifjum fógeta. En hitt sýn-
ist vafalaust með öllu, að hann sé ættaður frá dönsku
valdstjórninni.