Réttur


Réttur - 01.06.1946, Side 40

Réttur - 01.06.1946, Side 40
120 H É T T U R ekki verður sagt, að þessi ríki hafi nokkru sinni verið góðir grannar á árabilinu milli styrjaldanna. Fasismi Lappómannanna finnsku upp úr 1930 mun tæpast hafa fallið Rússunum í geð. Og hinn ákafi áróður fyrir Stór- Finnlandi mun naumast hafa verið til þess fallinn að bæta sambúðina. Þar var þess krafizt, að Finnland færði út landamæri sín að Hvítahafi og norður um Ishafs- strandir. Ekki mun þetta hafa aukið traust Sovétríkj- anna á þessu grannríki þeirra við norðvesturlandamærin, og þó enn ''íður, er auðsætt varð, að til ófriðar dró og vel mátti ætla, að barizt yrði við Eystrasalt. Finnsk-rússneska „kreppan" kom ekki sem nein þruma úr heiðskíru lofti haustið 1933, er Rússar lögðu fram kröfur sínar á hendur Finnum. Það hafði lengi kraum- að undir niðri, og fyrsta tilefnið kom ekki frá Rússa hálfu. Það gerðust ýmsir þeir atburðir, sem ráðstjórn- inni þóttu imgvænlegir og það ekki að ástæðulausu. En um þau atriði var lítt rætt hér heima, því miður. Fyrst má þar til nefna þýzku fiskveiða- og hafnarréttindin við Petsamo. Það var næsta grunsamlegt fyrirbrigði. Það gerðist sumarið 1937, einmitt um þær mundir, er þýzkir o<r ítalskir kafbátar ráku stvrjöld upp á eigin spýtur og r-nkktu skinum við Snánarstrendur. Þá er það, að þýzkt félag aflar sér víðtækra fiskveiðiréttinda í Petsamo fyrir miIJigöngu finnskra manna og með þegiandi samþykki finnskra yfirvalda. Og þetta var skammt frá einu ís- lausu herskinahöfn Rússa, Murmansk. Var það nokkur furða, þótt. Rússar spyrðu sem svo, hvort hér væri um að ræða byrjun að „innflutningi Þjóðverja" til Finn- lands? Eða átti kannski að koma upp dulbúnum kafbátahöfnum ? Ef til vill átti að gera hernaðar- flugvelli með leynd, máski aðeins að reka njósnir? Að- ferðir nazistanna voru alls staðar þær sömu. Auk þess höfðu allir helztu liðsforingjar og herforingjar Finna, b: á. m. allt herráöiö, hlotið hernaðarmenntun sína í

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.