Réttur


Réttur - 01.06.1946, Side 49

Réttur - 01.06.1946, Side 49
• •••'• ■ OE.I Á vargöid Saga eítir André Malraux SJÖTTI KAFLI Hann œtlaði ekki að trúa því að hann gengi á venjulegri gang- stétt, og engin borgargatan lægi að þýzkum fangaklefa! Skerpt skynvit hans léðu skrautlegum óskapnaði búðarglugganna furðu- leik hugmynda, sem hann hafði séð barn, eftir ævintýraleiki — breiða’r og langar borgargötur, fullar af ávöxtum, sætabrauði og kínversku glingri, og fjandinn sjálfur var kaupmaðurinn. .. . Nú var hann að koma úr Víti, og þetta allt var aðcins lífið sjálft .. . Hann fór út úr bílnum, som hafði flutt hann frá flughöfninni. Flugmaðurinn hafði kosið að verða eftir á flugvellinum. Hann ætlaði til Vín morguninn eftir, með annan félaga. peir Kassner þekktu báðir til fullnustu þau tengsl milli manna, er snertu alla verund manns, en komast aldrei upp á yfirborð daglegs lífs; þeir skildu með handtaki og brosi. Kassner var að snúa aftur til venjulegs lífs eins og hann færi í frí, þar sem honum yrði vandlega hlíft við öllum áhyggjum dag- legs lífs, — og samt gat honurn enn ekki fundizt hann sjálfur né umhverfið eðlilegt. Innan við gluggatjald var kona að strjúka lín, vandvirknisloga og af áhuga. pað voru reyndar i þessum undar- lega stað, sem. nefndist jörð, hlutir eins og skyrtur, nærföt, hejt járn.... og hendur (hann gekk framhjá hanzkaverzlun), hendur, sem beitt var til fjarskyldustu starfa, — ekkert af öllu umhverfis hann var svo, að það hefði ekki verið snert eða mótað af hönd- um. Jörðin var byggð höndum og kannski hefðu þær getað lifað einar cg unnið einar, án manna. Árangurslaust reyndi hann að líta með kunnugleik á hlutina, bindi, töskur, sætindi, soðið kjöt, hanzka, lyf, — þennan glugga hjá loðskinnasala, með lítinn hvítan hund, sem spókaði sig í dauðum skinnum, settist ýmist eða stóð á fætur, lifandi dýr, langhærður og klunnalegur í hreyfingum, ekki maður. Dýr. Hann hafði gleymt dýrum. Hundurinn var alveg ó- smeykur með dauðann allt í kringum sig, eins og mennirnir, sem hann mætti á leið til torgsins létu sór hvorki til hugar koma

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.