Réttur - 01.05.1953, Síða 2
90
RETTUR
nú öll þessi ótíðindi gerzt, og er það nýjast, að tveir ráðherr-
ar hafa gerzt opinberir málsvarar þess, að komið verði upp
íslenzkum her.
í nýársboðskap sínum víkur utanríkisráðherrann, Bjarni
Benediktsson, að þessu og kemst m. a. svo að orði:
„ ... Hitt er annað mál, að fleiri og fleiri eru að komast á
þá skoðun, að okkur sæmi ekki að treysta eingöngu á aðra
um vamir landsins, ef við viljum í raun og sannleika vera
sjálfstæð þjóð ...“ (Morgunbl. 31. des. 1952).
Sem sé, það verður að stofna íslenzkt herlið, og auðvitað
lætur utanríkisráðherrann liggja að því, að þessum her sé
einkum ætlað að berjast gegn Rússum.
Hermann Jónasson, landbúnaðarráðherra, er öllu ómyrk-
ari í máli, enda var hann bólginn af heift vegna desember-
verkfallanna, er þá voru nýafstaðin. Honum farast m. a.
svo orð í Tímanum 31. des. 1952:
„Vald þjóðarinnar þarf að tryggja gegn ofbeldismönnum
með sérstöku þjóðvarnarliði. Hvemig þessu liði verður hátt-
að er enn athugunarefni. En sennilega væri hagkvæmast að
iláta það einnig taka í sínar hendur þá varðgæzlu að mestu,
sem erlent lið annast nú hér á landi...“
Hlutverk hersins á þannig að vera tvíþætt, hann á að
berja á íslenzkri alþýðu, ef hún dirfist að fara fram á bætt
kjör, og svo á hann að sjálfsögðu að stríða gegn Rússum.
Hvað hefur gerzt, að foringjar lýðskrumsflokkanna skuli
slá á slíkan streng — svona rétt fyrir kosningar ? Þeir eru
þó vanastir hinu, að vinna óhappaverkin formálalaust og
máttu vel vita, að hugmyndin um íslenzkan her er ekki ýkja
vinsæl. En það er eins og þeir skeyti því engu, og þeir eru
svo ákafir og einfaldir í þjónkun sinni, að þeir láta sér ekki
fyrir brjósti brenna að gera sig að athlægi frammi fyrir
alþjóð. Sjálfir hafa þeir málað með ægihtum gegndarlausan
hernaðarmátt og árásarhug Rússans, og lýst því yfir, að
gegn þeirri hættu dygði ekkert nema sterkur her og hin
„öflugustu drápstæki". Og nú þarf ekki annað en fámennt
og vanmáttugt þjóðvarnarlið íslenzkt til að stugga við