Réttur - 01.05.1953, Side 5
RÉTTUR
93
og örmust allra þeirra stjórna, er setið hafa að völdum á
Islandi. Sjálfir hafa stjórnarherrarnir eitthvert veður af
þessu, og í kosningaáróðrinum bera flokkar þeirra naumast
við að verja gerðir stjórnarinnar, en kosta því meir kapps
um að kenna samstarfsflokknum um allar vammirnar. Þeir
eru að vísu vongóðir um að komast í stólana á ný, með eða
án hækjuliðsins, en þeir vita, að fylgismenn þeirra margir
hverjir munu kjósa þá með ólund og semingi.
Allt frá því að nýsköpunarstjórnin fór frá, hefur sífellt
hallazt meir og meir á ógæfuhlið, bæði um sjálfstæði og af-
komu þjóðarinnar, — og þó mest á síðasta kjörtímabili. Is-
lenzk framleiðsla dregst saman, iðnaðurinn rýrnar, mark-
aðirnir þverra — og stöðugt þrengir að sjávarútveginum.
Það hefur verið vegið hatrammlega að þeirri undirstöðu
þjóðfrelsis og efnalegs sjálfstæðis, sem síðustu kynslóðir
hafa lagt. Landið hefur verið lagt að fótum framandi hers,
og þegar atvinnuleysi og fjárhagsleg óáran sigla í kjölfar
þessara aðgerða valdhafanna, vísa þeir frá sér — og suður
á Keflavíkurflugvöll. Vinnuaflinu er veitt burt úr lífæðum
þjóðfélagsins til að byggja herstöðvar handa útlendum
stríðsmönmun — árásarstöðvar, sem gætu orðið þessari
þjóð að aldurtila, ef illa tækist til. Um þrjú þúsund Is-
lendinga vinna nú þegar að þessum hernaðarframkvæmd-
um, — og þeir munu verða fleiri, því að það á að f jölga
flugvöllum og öðrum herstöðvum — og enda komið til mála
að bandarískir auðkóngar leggi nú undir sig vatnsaflið ís-
lenzka til virkjunar og gróða. Bandaríkin eru orðin stærsti
atvinnurekandi á Islandi.
Sjómennirnir, sem áttu að sækja gull í greipar Ægis, era
nú margir hverjir hraktir suður á Keflavíkurflugvöll.
Verkamenn víðsvegar að, þeir sem lögðu götur og unnu við
ýmis framleiðslustörf í landi, hafa nú einnig leitað þangað.
Iðnaðarmenn, sem áður reistu hús handa Islendingum, neyð-
ast nú til að byggja yfir Bandaríkjamenn. Jafnvel þeir, sem