Réttur


Réttur - 01.05.1953, Side 6

Réttur - 01.05.1953, Side 6
'94 RÉTTUR unnu að landbúnaðarstörfum með bændum, hverfa nú í sementsvinnu þar syðra. Þannig flykkjast menn suður á nesin undan tilbúinni atvinnukreppu valdhafanna. Þeir, sem áður hvíldust við arin heimilisins með f jölskyldu sinni að loknu dagsverki, búa nú í óvistlegum brökkum og kumböld- um og við drussaviðmót erlendra gikkja. Allt þetta veit ríkisstjórnin, og hún finnur, hvernig sífellt andar kaldar í hennar garð’ Atvinnuleysi 3—4000 manna hefur að vísu verið afstýrt í bili með óarðbærum og þjóð- hættulegum framkvæmdum. En útlitið er ekki glæsilegt. Marshallaðstoðin, bjargráðið, sem verða átti, er nú út- runnin — og þjóðin sýnu verr á vegi stödd en áður. Og hvernig á svo að fleyta ríkisbúinu, þegar gylligjafirnar hætta og atvinnuvegir landsmanna eru komnir í vanhirðu og þrot ? Ráðamönnunum skilst, að nú muni þyngjast fyrir fæti. Þeir ráða að vísu stjórnarstefnu og bankapólitík, en þeir eiga samt ekki vald á þeim höndum, sem láta hjólin snúast, höndunum, sem halda um rekuna, hamarinn og stýrisvölinn. Það fengu þeir að reyna í verkföllunum í vetur —og þess vegna leitar hann nú fastar á draumurinn gamli um valdbeitingu og herlið. En hverju sætir þá, að valdhafamir láta sér ekki nægja að koma upp varalögreglu í einhverri mynd og breyta vinnu- löggjöfinni í þá átt? Eða vex þeim ekki í augum kostnaður- inn við þjálfun og vopnun reglulegs herliðs? Sú er skýr- ingin á því, að þessi hugmynd um herinn er ekki eingetin. Hún hefur ekki kviknað með öllu hjálparlaust í brjósti vald- hafanna. Frækornið mun komið að „westan“. Eftir Lissa- bon-fundinn var farið að ympra á því, að Islendingar ættu að stofna her —: og eitthvað mun utanríkisráðherrann haf a ýjað í þessa áttina svona undir rós. — Og herinn innlendi á víst ekki að verða neinn fjárhagslegur baggi, svo sem vant er um slík fyrirbrigði, hann á þvert á móti að verða tekjulind, sem komi í stað Marshall-„gjafanna“ — vonar-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.