Réttur


Réttur - 01.05.1953, Side 12

Réttur - 01.05.1953, Side 12
100 RÉTTUR 4. Hlunnindi sjúkrasamlaganna hafa verið skert mjög verulega. 5. Iðgjöldin hafa hækkað gífurlega, vegna hinnar ört vaxandi dýrtíðar, undir forustu þeirra ríkisstjórna, sem farið hafa með völd síðan 1947, og eru nú orðin óbærilega há. 1 Reykjavík verða þau, að meðtöldu sjúkrasamlagsið- gjaldi, um 1350 kr. fyrir kvæntan mann á þessu ári. 6. Mæðralaun hafa ekki verið tekin upp í lögin. 7. Bætur og lífeyrisgreiðslur fara sífellt lækkandi, miðað við kaupmátt, vegna hinna miklu verðhækkana. Lífeyris- greiðslur eru ekki nema lítið brot af raunverulegum fram- færslukostnaði, og ná því ekki tilgangi sínum. Þing eftir þing hefur Sósíalistaflokkurinn lagt fram frumvörp og tillögur til þess að bæta úr þessum ágöllum, en hefur jafnan mætt harðri andstöðu hinna flokkanna. Sósíalistaflokkurinn flutti fyrst frumvarp um atvinnu- leysistryggingar árið 1942. Frumvarp, sem í öllum aðal- atriðum er á sömu leið, hefur flokkurinn nú f lutt á hverju þingi síðan 1949 og hefur Sigurður Guðnason, formaður Dagsbrúnar, verið fyrsti flutningsmaður. Flest helztu verkalýðsfélög landsins hafa skorað á Alþingi, að sam- þykkja frumvarpið, en það hefur jafnan verið svæft í nefndum eða vísað frá. Samkvæmt frumvarpinu skulu tryggingamar algerlega vera í höndum verkalýðsfélaga, og þau ákveða í samþykkt- um sínum hvernig styrkveitingum skuli hagað. Þetta er atriði, sem verkalýðssamtökin munu halda mjög fast við. Fjár til atvinnuleysissjóða verkalýðsfélaganna skal aflað þannig: 1. Þriggja milljóna króna stofnfé, sem er í vörzlu Trygg- ingarstofnunar ríkisins og áður er um getið. 2. Atvinnurekendur skulu greiða árlega til atvinnuleysis- sjóðs upphæð, sem svarar 4% af heildarfjárhæð vinnu- launanna.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.