Réttur


Réttur - 01.05.1953, Qupperneq 13

Réttur - 01.05.1953, Qupperneq 13
RÉTTUR 101 3. Ríkissjóður skal leggja árlega fram kr. 150.00, að viðbættri verðlagsuppbót, fyrir hvern félagsmann. 4. Bæjarfélögin skulu leggja fram helming á móti fram- lögum ríkissjóðs. 5. Heimilt er að ákveða í samþykktum, að sjóðfélagar greiði iðgjöld til atvinnuleysissjóðs. Gildi frumvarpsins verður bezt skýrt með því að taka upp kafla úr greinargerðinni. Þar segir m. a.: „Til þess að gefa nokkra hugmynd um, hvaða trygging er f ólgin í frv. þessu, ef að lögum yrði, skal hér tekið dæmi af félagi, sem telur 3000 félaga, eins og verkamannafél. Dags- brún, og miðað við, að greidd vinnulaun á ári svari til þess, að sé greitt dagkaup alla virka daga. Ef gert er ráð fyrir, að styrkurinn yrði % dagkaupsins að meðaltali, mundi hann endast handa 450 mönnum í 6 mánuði, eða 900 mönnum í 3 mánuði árlega, — þótt ekki sé reiknað með stofnfénu og ekki gert ráð fyrir neinum iðgjöldum, sem félagsmenn greiddu sjálfir. — Ef hins vegar þarf ekki að ganga á sjóðinn um nokkurt árabil, væri hægt að verja miklu fé úr honum til atvinnuframkvæmda, enda þótt búið yrði þannig um allar lánveitingar úr sjóðnum, að tryggt væri, að hann gæti jafnan staðið við löglegár skuldbindingar sínar. Hér er því um að ræða mjög mikilsverða tryggingu til að halda uppi atvinnu. Þetta var einmitt höfuðröksemdin 1 greinar- gerð fyrir frumvarpi því um atvinnuleýsistryggingu, sem Brynjólfur Bjarnason flutti í efri deild 1942 og var í öll- um aðalatriðum á sömu leið og þetta frumvarp. — Þar var þó t. d. gert ráð fyrir, að iðgjöld atvinnurekenda yrðu 6%, en aðeins 4% í þessu frumvarpi. — Ef það frumvarp hefði þá náð fram að ganga, mundu nú vera til miklir sjóðir, sem hægt væri að verja til stórvirkra atvinnuframkvæmda.“ Næst stærsta tillagan, sem Sósíalistaflokkurinn hefur borið fram á þessu tímabili, er frumvarp, sem fulltrúar flokksins fluttu á Alþingi 1951. Efni frumvarpsins var: 1. kaflinn um heilsugæzlu komi til framkvæmda frá 1. jan.

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.