Réttur


Réttur - 01.05.1953, Blaðsíða 16

Réttur - 01.05.1953, Blaðsíða 16
104 RETTUR falla bætumar niður, ef heildartekjurnar nema rúml. 19000 krónum. Samkvæmt tillögu sósíalista mega heildartekj- urnar nema allt að 26 þúsund krónum áður en bótagreiðslur falla niður. Þessar tillögur voru þó aðeins miðaðar við þá fjárhæð, sem tryggingarnar höfðu til ráðstöfunar eins og sakir stóðu í þinglok. Hvorttveggja var fellt af hinum flokkunum. Baráttan fyrir endurbótum á almannatryggingunum heldur áfram. Hitt er þó aðalatriðið, að blómlegt atvinnu- líf og afkomuöryggi landsmanna er nauðsynleg undirstaða undir tryggingarkerfinu. Þessvegna er það fyrsta skilyrðið, að víkja þeim flokkum til hliðar, sem eru að kippa þessum grundvelli undan tryggingunum með allri stefnu sinni í efnahagsmálum. Til þess að baráttan fyrir auknu félags- legu öryggi beri árangur, þurfa kjósendurnir að sjá um að gagnger breyting verði á skipan Alþingis.

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.