Réttur


Réttur - 01.05.1953, Page 17

Réttur - 01.05.1953, Page 17
Efnahagsþróunin á Islandi 1942-1952 .eftir HAUK HELGASON I. Undanfarinn áratugur er eitt merkilegasta tímabilið í sögu íslenzku þjóðarinnar. Þessi kapítuli sögunnar er tíma- bil andstæðnanna, þrunginn örlagaríkum atburðum, jákvæð- um og neikvæðum. Islendingar losnuðu úr tengslum við danska konungs- valdið og stofnuðu sitt eigið lýðveldi. En skömmu síðar gerðu íslenzkir valdamenn samninga við Bandaríkin og gengu á hönd auðvaldinu þar í landi. Þessvegna hreiðrar nú erlendur her um sig í landinu, öðru sinni á einum og sama áratug. Á þessu tímabili urðu ein mestu og skjótustu umskipti er orðið hafa í atvinnulífi þjóðarinnar. Ný og stórvirk fram- leiðslutæki voru tekin í notkun og um skeið hafði hver hönd verk að vinna við framleiðslustörf til sjávar og sveita. 1 dag er langt frá því að framleiðslutækin séu nýtt sem skyldi, enda er mikið atvinnuleysi víðs vegar um landið °g sífellt fjölgar þeim Islendingum, sem neyðast til að vinna að fánýtum framkvæmdum á vegum hernámsliðsins. I grein þessari verður rætt um efnahagsþróunina á þess- um áratug, en fyrst verður vikið nokkrum orðum að að-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.