Réttur


Réttur - 01.05.1953, Page 20

Réttur - 01.05.1953, Page 20
108 RETTUR félaginu. StyrkleikahlutföIIin á milli höfuðstétta þjóðfé- lagsins höfðu breytzt henni í viL Hinn framsækni hluti verkalýðsins hafði náð meirihluta-aðstöðu í Alþýðusam- bandinu og í mörgum stærstu verkalýðsfélögum landsins. Árásunum á lífskjör alþýðunnar var hrundið. Og síðast en ekki sízt: Sósíalistaflokkurinn hafði unnið tvo glæsilega kosningasigra. ra. Eftir haustkosningarnar 1942 voru tilraunir gerðar um myndun samsteypustjórnar. Þær tilraunir báru ekki ár- angur og í desember var utanþingsstjórn Björns Þórðar- sonar mynduð. Aðalmennirnir í þeirri stjórn voru þeir Vilhjálmur Þór og Björn Ólafsson. Ríkisstjórnin lagði fyrir Alþingi í frumvarpsformi aðal- tillögur sínar í dýrtíðarmálunum. Aðaltilgangur frumvarps- ins var að lögbjóða almenna kauplækkun verkamanna. Skyldi þannig lækka verðlagsuppbót allra launamanna í landinu um 20 af hundraði, en það jafngilti 12—13% kaup- lækkun. Af grunnlaumnn, sem fóru fram 'úr 650 kr. á mánuði, skyldi enga verðlagsuppbót greiða. Vegna styrkleika verkalýðssamtakanna og Sósíalista- flokksins var frumvarpinu gjörsamlega umturnað. Lögin, sem samþykkt voru, urðu beinlínis andstæða frumvarpsins um það, sem mestu máli skipti. Þó voru lögin engin lausn á vandamálum dýrtíðarinnar, heldur aðeins tilraun til að leysa vandamálið. Um sinn varð nú kyrrt á yfirborðinu í stéttaátökunum. Atvinnurekendavaldið hafði komizt að raun um, að ekki var hægt að koma beinum launalækkunum fram, heldur var nú reynt að ná sama marki eftir öðnun leiðum, m. a. með vísitöluútreikningnum. Verkalýðsfélögin ákváðu því í júlí 1943 að kref jast endurskoðunar á vísitölunni, en segja ekki upp samningum.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.