Réttur


Réttur - 01.05.1953, Blaðsíða 22

Réttur - 01.05.1953, Blaðsíða 22
110 RETTUR stæði litla lýðveldisins okkar,' skapa grundvöll að stór- kostlegum atvinnulegum framförum þjóðarinnar og sjá um að fámennasta þjóð veraldarinnar geti lifað áfram við beztu lífsafkomu, sem nokkur þjóð í Evrópu nú býr við. Það verða þrjú höfuðsvið, þar sem reynir á oss . . .: f fyrsta lagi: verndun sjálfstæðis þjóðarinnar .... í öðru lagi: Vér þurfum að tryggja atvinnulega afstöðu íslenzku þjóðarinnar í heiminum. Þriðja höfuðsviðið, sem krefst samstarfs með höfuð- öflum þjóðarinnar, er ef til vill allra veigamest. Það er: Alger nýsköpun atvinnuveganna á Islandi með öflun full- komnustu tækja, er við eiga, til atvinnurekstrarins. fslenzka þjóðin á nú 500 milljónir króna í innstæðum erlendis. Ef við notum þetta fé, getum við með því gerbreytt at- vinnuvegum vorum og lagt öruggan grundvöll að blóm- legasta atvinnulífi, sem hér hefur þekkzt. Ef allt þetta fé væri notað á næstu 4—5 árum til þess einvörðungu að kaupa fyrir það framleiðslutæki og efni til varanlegra bygginga og mannvirkja, allt samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun um þjóðarbúskap vorn, þá getum vér tryggt hverj- um einasta íslendingi vinnu með tækjum, sem hann af- kastar með margfalt meira en nokkru sinni fyrr og getur því um leið tryggt sér miklu betri og öruggari lífsafkomu en áður. . Fyrir þessar 500 milljónir króna getum við keypt 20—30 nýja dieseltogara af beztu gerð, 200—300 nýtízku vélbáta, — tvöfaldað fiskiskipaflota fslendinga með nýjum glæsi- legum skipastól.... Fyrir þessar 500 millj. króna getum við á næstu 4—5 árum keypt hentug millilandaskip til flutninga á afurðum okkar, þ. á m. næg kæliskip .... Fyrir þessar 500 millj. kr. getum við komið upp 4—5 stórvirkum síldarverksmiðjum í viðbót við þær, sem nú eru . .

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.