Réttur - 01.05.1953, Side 31
RÉTTUR
119
1 lögunum um gengislækkunina 1950 hafði verið gert
ráð fyrir óverulegum bótum launþegum til handa. Nú nam
ríkisstjórnin úr gildi þessar hreyfanlegu vísitöluuppbætur,
festi vísitöluna.
Með þessari ráðstöfun uppfyllti ríkisstjórnin það skilyrði
Bandaríkjastjórnar fyrir 100 millj. kr. aukaframlagi frá
Marshallstofnuninni, sem íslenzku ríkisstjórninni var veitt
í sambandi við „viðreisn“ vélbátaflotans, að engar kaup-
hækkanir næðu fram að ganga.
Mörg verkalýðsfélög vildu snúast til varnar, en áttu þó
mjög erfitt um vik, einkum vegna þess að samstjórn krata,
íhaldsins og framsóknar í Alþýðusambandinu gerði allt
sem hún mátti til að tvístra röðum verkalýðsins.
Fyrir atbeina sósíalista og annarra einingarmanna tókst
þó að samfylkja allmörgum verkalýðsfélögum til verkfalls,
sem hófst 18. maí 1951. Var þetta víðtækasta verkfall, sem
til þessa hafði verið háð hér á landi. Stóð verkfallið í 4
daga og vannst sá sigur, að frá 1. júní skyldi greiða verð-
lagsuppbót á vinnulaun, þannig, að kaupgjald breyttist
á ársfjórðungsfresti samkvæmt kaupgjaldsvísitölu.
Með þessum útslitum vannst mikill pólitískur sigur, Mar-
shallflokkarnir þrír urðu að láta undan síga. Vígstaða
verkalýðssamtakanna varð öll önnur og betri en áður.
En ríkisvaldið hélt uppteknum hætti og vann að því að
gera hinar nýfengnu kjarabætur að engu.
1 byrjun ársins 1952 var atvinnuleysið orðið svipað því
sem verst var fyrir síðustu styrjöld. Sjávaraflinn var seldur
óverkaður úr landi, meðan vinnslutæki landsmanna stóðu
lítt notuð eða ónotuð. Mikill hluti iðnaðarins var stöðvaður
með öllu. Húsbyggingar voru að heita má engar..
Hinn 24. apríl 1952 boðaði Alþýðusambandsstjómin til
ráðstefnu til þess að taka ákvörðun um uppsögn samninga
verkalýðsfélaganna, en uppsagnarfrestur flestra rann út
um mánaðamótin apríl—maí. Sakir þess hve seint ráðstefn-
an var kölluð saman reyndist ókleift að undirbúa almenna