Réttur - 01.05.1953, Side 34
122
R É T T U R
VII.
Fyrir örfáum árum var hér stolt þjóð og bjartsýn, þjóð
sem hafði öðlazt sjálfstæði eftir alda baráttu og trúði á
mátt sinn og megin, hér var efnuð þjóð, sem var í þann
veginn að stórauka framleiðslugetu sína og sem tryggði
hverjum vinnufærum manni atvinnu.
1 dag er hér hnípin þjóð, þjóð sem uggir um framtíð sína,
hernumin þjóð sem að veruiegu leyti og í sívaxandi mæli
byggir efnahagslega tilveru sína á molum, er framandi
herveldi lætur af hendi.
Hvað hefur valdið þessum miklu umskiptum?
Svarið er ofureinfalt, þegar málið er krufið til mergjar.
Umskiptin verða vegna þess, að ríkisstjórnir þær er farið
hafa með völd frá byrjun ársins 1947 hafa ánetjast hinu
bandaríska auðvaldi. Samkvæmt fyrirmælum þess hefur
núverandi ástand verið skapað. Með hinni þaulhugsuðu
svikastarfsemi, sem kennd er við Marshall, hefur Banda-
ríkjunum tekizt að ná föstum og öruggum tökum á efna-
hagslífi Islendinga.
En af hverju hafa Bandaríkin seilzt eftir efnahagslegum
tökum á íslenzku þjóðinni?
Svarið við þeirri spurningu er einnig ofureinfalt.
Bandaríkin vildu fá herstöðvar hér á Islandi. Þau fóru
þess beinlínis og opinberlega á leit árið 1945. Fyrir atbeina
sósíalista var þeirri málaleitan synjað.
Hinir bandarísku valdhafar sáu, að þeir þurftu að grípa
til annarra ráða til að koma máli sínu fram. Þeir gripu til
þess gamalkunna ráðs að gera þjóðina efnahagslega ósjálf-
stæða.
Með hjálp íslenzkra valdamanna hefur þetta tekizt. Sjálf-
stæði landsins hefur verið látið af hendi — skref af skrefi.
Keflavíkursamningurinn 1946, Marshallsamningurinn
1948, Atlantshafssamningurinn 1949 og loks þjóðsvikin
miklu, herstöðvasamningurinn 1951.