Réttur


Réttur - 01.05.1953, Page 37

Réttur - 01.05.1953, Page 37
RÉTTUR 125 Það var Örn litli sonur hennar, sem átti vasaljósið. Hann var tápmikill og f jörugur eins og títt er um drengi á hans reki. Þó fór hann ekki langt frá heimili sínu. Hann lék sér ásamt öðrum börnum á grasvellinum fyrir framan húsið sitt. Þarna bjuggu börnin til vegi fyrir litlu bílana sína. Þau bjuggu líka til lítil hús úr hnausum og grasþökum. Og svo var allt í einu breytt til og farið í boltaleik. Móðir hans þurfti ekki annað en að kalla á hann út um gluggann, ef hún vildi að hann kæmi inn. Svo kom stríðið. Og loks var grasvöllur barnanna tekinn undir herskála. Fyrst framan af gerðu börnin ekki annað en að horfa á hermennina. Það var svo f jarskalega gaman að sjá þessa alvöruhermenn. Þeir voru skozkir. Fólkinu geðjaðist hreint ekkert illa að þeim. Þrátt fyrir þessi ægi- legu vopn, var ekkert í fari þeirra eða fasi, sem fólk hrædd- ist. En því var ekki að neita, að herliðið hafði mjög truflandi áhrif á uppeldi barna og unglinga. Einn og einn hermaður haf ði' þó ekki slæm áhrif á börnin. Það var satt. Og þannig var William. Stundum, þegar hann átti vörðinn, hjólaði Örn litli í kringum hann á litla hjólhestinum sínum. Honum þótti afar gaman að horfa á William og stóru byssuna hans með byssustingnum. Örn hafði aldrei séð alvörubyssu. William var af skozkum ættum, búsettur í Glasgow. Hann var oft að spauga við börnin og leika sér við þau, því hann var í eðli sínu bamgóður. Það mátti segja skozku her- mönnunum til lofs, að hernaðarandinn og hin miskunnar- lausa grimmd, sem honiun fylgir, bar skynsemi þeirra ekki ofurliði. Nágrannarnir báru þeim yfirleitt vel söguna. Þegar kalt var og hryssingslegt úti á veturna, færði móðir Amar vörðumnn oft heitt kaffi, ef örn var háttaður. Annars sendi hún manninn sinn. Dálítill kunningsskapur spannst af þessum samskiptum. Og ávextirnir og súkkulaði- pakkarnir, sem örn litli kom með heim, vom ekki fáir. Einu sinni hafði faðir Arnar litla talað við William, og William

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.