Réttur


Réttur - 01.05.1953, Side 38

Réttur - 01.05.1953, Side 38
126 RÉTTUR hafði sagt honum, að hann væri sannur Skoti. Hann vildi, að Skotar yrðu sjálfstætt lýðveldi og þeir eignuðust sitt eigið þing. Hann hafði meira að segja sjálfur reynt að hreyfa málinu. Já, það kom upp úr kafinu, að William var ekki allur þar sem hann var séður. Seinna komust hjónin að því, að William væri giftur og ætti lítinn strák á sama aldri og Örn. Það var eitt kvöld 1 skammdeginu, að William stóð vörð og Örn litli hvarflaði hjá honum við varðeldinn. Örn var með vasaljós, í laginu eins og lítill ljóskastari. Móðir hans kom þar að. Hún var komin til þess að sækja hann, því að liðið var á kvöldið. Hún minnti Örn á að skila vasaljósinu, þar sem hún vissi, að William átti það. Örn skilaði vasa- ljósinu þungur á svipinn. Hann langaði svo mikið til að eignast svona vasaljós, en lét þó ekki undan tilfinriingum sínum. William las hugsanir hans, og lofaði honum því, að einhverntíma, áður en hann færi, skyldi hann gefa honum vasaljós. Örn fór heim himinlifandi og talaði mikið um þetta við móður sína. En áður en William haf ði efnt lof orð sitt, yfirgaf herflokkur'hans skálana. Nýr herflokkur kom. En það voru ekki Skotar. Þetta voru Bandaríkjamenn. Oft spurði Örn móður sína, hvers vegna William hefði farið, án þess að gefa sér vasaljósið. Hann vildi ekki trúa því, að William hefði svikið sig. En móðir hans svaraði hon- um því, að sennilega hefði William verið sendur í stríðið til að berjast. Bandaríkjamennirnir höf ðu alls konar æfingar á grasvell- inrnn. Nokkrum ungum mönnum, sem áttu heima þarna hjá og álitu sig hafa talsvert vit á hernaðarlist, bar saman um það, að glæsilegri hermenn hefðu ekki sézt hér á landi fyrr, þeir væru miklu þjálfaðri, fljótari að hlýða skipunum og aginn meiri en hjá Skotunum. Það var komið fram á vor. Börnin voru að leika sér í

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.