Réttur - 01.05.1953, Side 39
R É T T U R
127
ýmsum útileikjum rétt við skálana. Þá var það einn dag í
glaða sólskini, að boltinn þeirra fór inn á milli herskálanna.
örn litli hljóp eftir boltanum, fram hjá herverðinum og inn
á milli skálanna. Hervörðurinn kallaði á Örn litla í skipunar-
rómi: Ég skýt, ef þú stanzar ekki. Örn hélt áfram til
boltans. Hervörðurinn hóf upp riffilinn, miðaði á Örn og
hleypti af. Skotið reið af hátt og hvellt. Örn f éll samstundis.
Kúlan hafði farið gegnum höfuð honum og lá hann örendur
hjá boltanum við skálann.
Hervörðurinn starði andartak á líkið. Síðan fleygði liann
frá sér byssunni og æddi fram og aftur og hrópaði viti sínu
fjær: Guð minn, guð minn, hvað hef ég gert, hvað hef ég
gert! Börnin urðu hrædd og fóru heim, hermenn komu út úr
skálum sínum. Pólk þyrptist að úr öllum áttum. Og svo
kom lögreglan.
Daginn eftir var því lýst yfir, að allir góðir menn í Banda-
ríkjunum væru harmi slegnir yfir þessum hryllilega atburði.
Þennan dag var aðeins vika, síðan hann var jarðaður ....
Hún leit á klukkuna á veggnum. Klukkan var langt gengin
í fjögur. Það var langt liðið á daginn. Hún hafði sofnað út
frá grátinum.
Inn um opinn gluggann barst ómur frá hermönnum á
hergöngu. Hún fór fram á gólf og leit út. Þetta var banda-
rískt herlið. Hún sneri sér frá glugganum, fór að náttborð-
inu og tók böggulinn og bréfið. Hún lagfærði vandlega um-
búðirnar um vasaljósið og lét bréfið og böggulinn í skúffuna
I náttborðinu sínu.
Hún neri augun, lagaði hárið og hneppti að sér treyjunni.
Loks herti hún upp hugann og fór fram í eldhús og hélt
áfram að þvo upp eftir miðdegisverðinn.