Réttur


Réttur - 01.05.1953, Blaðsíða 40

Réttur - 01.05.1953, Blaðsíða 40
Alþýðan verður að vernda og efla íslenzkt atvinnulíf Dollarahringurinn ætlar að drepa það eftir EINAR OLGEIRSSON Þegar verkalýðshreyfingin hóf göngu sína hér á landi, var það í sífellu viðkvæði auðvaldsins, að atvinnuvegirnir þyldu ekki kröf- ur verkalýðsins. Auðvaldið lét þá gjarnan í það skína, að þoð og atvinnuvegirnir væru eitt og hið sama. Og verkalýðurinn varð oft í harðvítugri hagsmunabaráttu sinni fyrir brauðinu að beita hörðu við þá atvinnuvegi, sem auðmannastéttin tileinkaði sér. Síðan verkalýðurinn hóf baráttu sína, er orðin mikil breyting á allri aðstöðu með þjóð vorri, og það er lífsnauðsyn að verkalýður- inn, sem nú hefur forustu þjóðarinnar í lífs- og frelsisbaráttu hennar, geri sér þá breytingu ljósa til fulls. Sú breyting, sem orðið hefur, er bæði á afstöðu verkalýðsins til atvinnuveganna og á afstöðu auðmannastéttarinnar sjálfrar til þeirra. Skal í grein þessari togaraútgerðin tekin til meðferðar sem dæmi um slíka breytingu. í fullþróuðu auðvaldsskipulagi er venjulega gnægð atvinnu- tækja. Vinna verkalýðsins við þau gefur viðkomandi auðmanna- stétt þá mikinn arð. Og hagsmunabaráttu verkalýðsins á efna- hagssviðinu er þá eðlilega einbeitt að því að ná til sín sem mestum hluta þess gróða, sem auðmannastéttin hefur af vinnu hans. Hér á íslandi, þar sem auðvaldsskipulagið frá því að myndast um aldamótin, hefur lengst af haft öll einkenni frumstæðs auð- valdsskipulags og hálfgerðrar nýlendu, hefur verkalýðshreyfingin snemma orðið að fást við það vandamál að koma upp atvinnu- tækjum, af því sú litla atvinnurekendastétt, sem fyrir var, gafst einfaldlega upp á því að reka atvinnutækin og alger hnignun og:

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.