Réttur - 01.05.1953, Side 41
BÉTTUR
129
.afturföx vofði yfir. Þetta gerðist hvað eftir annað um ýmsa bæi
.á landinu, ,að atvinnurekendur, t. d. útgerðarmenn er áttu skipin,
fluttu burt úr bæjunum, — eða þá hitt að sú atvinnurekendastétt,
;sem fyrir var, hafði ekki dáð í sér til þess að brjóta nýjar brautir
með því að afla nýrra atvinnutækja. Slík framfaraviðleitni verka-
2ýðsins:að bjarga, þegar atvinnurekendavaldið brást hlutverki sínu,
.gerðist forðum á ísafirði og í Hafnarfirði, meðan Alþýðuflokkurinn
enn var og hét og var flokkur íslenzks verkalýðs 1920—1930, en
þó í stærstum stíl, er Sósíalistaflokkurinn 1944—’47 hafði for-
ustuna um nýsköpun sjávarútvegsins, eftir að atvinnurekenda-
stéttin hafði gefizt svo hörmulega upp við eflingu togaraflotans,
að togurunum fækkaði stöðugt (1928 voru þeir 47, 1935 voru þeir
37 og fækkaði síðan enn örar), og aðeins einn nýr bættist við á
hálfum öðrum áratug. Um nýsköpun togaraflotans var gert sam-
eiginlegt átak, þar sem alþýða bæjanna um allt land, víðast hvar
undir forustu Sósíalistaflokksins, tók höndum saman við einu
sjálfstæðú íslenzku ríkisstjórnina, sem að völdum hefur setið, síðan
lýðveldið var stofnað, og skóp þann togaraflota, sem nú er burð-
arásinn í atvinnulífi íslands.1)
Tilgangur alþýðunnar með nýsköpun togaraflotans var sjálfs-
björg, ekki gróði. Og með tilliti til þess var reynt, að svo miklu
leyti, sem Sósíalistaflokkurinn hafði kraft til, að tryggja afkomu
hins nýja togaraflota.
Það átti fyrst og fremst að gerast með því að opna næga mark-
aði fyrir þann fisk, sem hann gat framleitt, og koma upp nægum
fiskiðjuverum til vinnslu aflans. Þessir möguleikar voru skapaðir
í tíð nýsköpunarstjórnarinnar, þótt síðan hafi þeir eigi verið hag-
nýttir sem skyldi.
Því næst skyldi fjárhagslega afkoman tryggð með því að veita
stofnlán til langs tíma með lágum vöxtum (21/, %). Það tókst,
I----------
!) Nú finnst öllum þorra íslendinga að nýsköpun togaraflotans hafi verið
svo sjálfsagt þjóðþrifafyrirtæki, að um það hafi aldrei neinn ágreiningur getað
orðið. Jafnvel þeir, sem hötuðu og hæddu þá nýsköpun, þykjast hafa verið'
henni hlynntir. Afstaða Eysteins Jónssonar er gott dæmi um allt i scnn:
1) trúleysi á sjávarútveginn, jafnvel hatur á honum, 2) kröfuna um að ef á
annað borð sé verið að kaupa þessa ólukkans togara, þá eigi að „plata" eða
blekkja togaraeigendur í Reykjavík til slíks vandræðafálms og láta þá sitja
uppi með „gumsið", 3) andúð á þvi að alþýðan um allt land geti náð tangar-
haldi á togurunum. Eftirfarandi ummæli Eysteins i þingræðu 26. febr. 1946,
eru einkennandi fyrir afstöðu hans:
„Ríkisstjórnin hefur haldið svo meistaralega á þessu máli, að þegar hún
9