Réttur


Réttur - 01.05.1953, Síða 47

Réttur - 01.05.1953, Síða 47
HÉTTUR 135 þeir hafa treyst á sem forustu atvinnurekenda, er orðið hand- bendi þessa hrings þeirra Vilhjálms, Björns & Co. og atvinnurek- endur, smærri og stærri, hafa því ekkert flokkstæki í höndunum til þess að vinna með. Verkalýðurinn verður því að taka þessa forustu í sínar hendur og leiða til sigurs baráttuna gegn þessum dollarahring. Og allir, sem tryggja vilja tilveru, vöxt og viðgang íslenzks atvinnulífs, þurfa að taka höndum saman við verkalýðinn og flokk hans, Sósíalistaflokkinn, í þessum kosningum. Þess vegna ber Sósíalistaflokkurinn nú fram stefnuskrá um aleflingu íslenzks atvinnulífs: sjávarútvegs, landbúnaðar, iðnaðar og stóriðju, — íslenzkrar stóriðju í þjónustu þjóðarinnar, er komi upp eftir því, sem þjóðin þarfnast, til þess að tryggja öllum vinnu, og eftir því sem hún getur hagnýtt auðlindir sínar, án þess að stofna valdi sínu yfir atvinnulífinu í hættu. Sósíalistaflokkurinn ber fram tillögu um aukningu togaraút- gerðarinnar, með smíði 10—15 togara hér heima. Sósíalistaflokkur- inn veit, að nægir markaðir eru fyrir fisk vorn, ef ríkisstjórn landsins vill hagnýta þá. Fjölmarga bæi vantar enn togara, ýmist hafa þeir enga, eða það vantar til viðbótar. — Hér skal ekki rætt um aðra þætti stefnuskrárinnar, því eins og getið var í upphafi, þá fir togaraútgerðin hér tekin sem dæmi úr íslenzka atvinnulífinu. Alþýðan þarf að rísa upp einhuga um flokk sinn, Sósíalistaflokk- inn, til verndar og eflingar íslenzku atvinnulífi, gegn dollarahringn- um og erlenda auðvaldinu. Allir íslendingar verða að hafa fulla vinnu í íslenzku atvinnu- lífi. Allt íslenzkt vinnuafl fyrir íslenzka atvinnuvegi!

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.