Réttur


Réttur - 15.07.1935, Side 5

Réttur - 15.07.1935, Side 5
land væri þátttakandi, yrði að taka fyrir í sérstakri grein. Við skulum ennfremur ganga út frá að verkamanna- og bændastjórn íslands gengi inn á að greiða fyrst um sinn afborganir og vexti af ríkisskuldunum, gegn því að Bretland keypti vörur, er dálitlu næmi — en jafnvel þó að stjórnin strikaði þær út, þá væri það ekki meira ófriðarefni við Breta en fjöldi borgaralegra ríkja hefir þegar framið, og þar með Bretar sjálfir, án þess að til styrjaldar drægi. Gæti nú England farið að senda her hingað, af þess- um ástæðum? Meðan auðvald og stórveldastefna eru ráðandi, getur lítið land vitaskuld aldrei verið öruggt fyrir árás af hálfu stórveldis. Og á meðan auðvaldsríki og sósíalistísk ríki eru hlið við hlið í heiminum, getur sósíalistískt ríki aldrei verið fullkomlega tryggt fyrir árás. — Þá er að athuga, hvaða líkur væru fyrir brezkri árás og hvort líklegra væri, að sósíalistískt eða kapítalistískt ríki yrði tekið herskildi af Bretlandi. Með árás á sósíalistískt Island myndi England þver- brjóta allar alþjóðareglur, stofna heimsfriðnum jafnvel í hættu og brennimerkja sjálft sig sem standandi á álíka stigi í alþjóðamálum og t. d. Japan, sem Þjóða- bandalagið hefir orðið að fordæma. Sovétlýðveldin eru nú orðin eitthvert hið sterkasta vald alþjóðlega séð. Við þau myndi verkamanna- og bænda-ríkið ísland strax komast í náið samband, og England væri nauðbeygt að taka tillit til þeirra. Verkalýðshreyfingin erlendis myndi sýna sigrandi verkalýð íslands samúð sína með voldugri baráttu gegn hverskyns ofbeldi gagnvart íslandi. Bandaríkin, Þýzkaland, Norðurlönd og Frakkland — sem tsland hefir ýmist hernaðarlega eða atvinnulega þýðingu fyrir — myndi ógjarnan vilja að England tæki tsland herskildi og legði það undir sig. Og England þorir ekki, eins og nú er ástatt í heiminum og eins hrætt 125

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.