Réttur - 15.07.1935, Side 6
og það sjálft er við stríð, að eiga það á hættu að koma
styrjöld af stað út af eins smáu atriði og ísland samt er
fyrir það á heimsmælikvarða séð.
Verði því íslenzlca verkalýðsstéttin með bandamönn-
um sínum innanlands, smáútvegsmönnum og fátækum
bændum og öðrum millistéttum, nógu sterk til að slá
niður burgeisastéttina og mótspyrnu hennar nógu fljótt
og friða landið á örskömmum tíma — þá eru líka öll lík-
indi til þess að hin frjálsa íslenzka alþýða fengi að vera
í friði fyrir erlendu auðvaldi með hið nýfengna frelsi
sitt.
Það ríður því á, að íslenzka alþýðan herði baráttuna
fyrir valdatökunni innanlands, en hindri jafnframt að
brezka auðvaldið öðlist hér á meðan nokkur lagaleg
réttindi, sem gæti einnig gagnvart öðrum aðiljum gefið
því „rétt“ til að skipta sér opinberlega af innanlands-
málum Islands.
Hættan á að enski imperialisminn
taki landið vofir NÚ yfir.
Sem stendur hríðversnar fjármálaafstaðan svo út á
við, að viðbúið er, að enska auðvaldið geri fyrr en varir
kröfur um opinbert fjármálaeftirlit, þ. e. a. s. um laga-
legan rétt brezku ríkisstjórnarinnar til að hafa hér
opinberan fulltrúa, sem tekjur íslenzka ríkisins, t. d.
tolltekjurnar, rynnu fyrst til, unz skuldbindingum ríkis-
ins við Bretland væri fullnægt. Um leið og íslenzku vald-
hafarnir gengju inn á slíkt, væri hið lagalega sjálf-
stæði landsins stórum skert og afstaða verkalýðsins til
að taka völdin, án þess að þurfa að lenda í bardaga við
brezkt hervald, gerð margfalt erfiðari en nú er.
íslenzku burgeisastéttinni og núverandi foringjum
þingflokkanna er fullkomlega trúandi til að ganga að
svona landráðaskilmálum, jafnvel á leynifundi á Al-
þingi.
Þessir herrar hafa þegar skattlagt íslenzku alþýðuna
með „fisktollinum" um 1 14 milljón króna, til að greiða
126