Réttur


Réttur - 01.01.1969, Síða 8

Réttur - 01.01.1969, Síða 8
því, sem Norður-Atlanzhafssamningurinn tekur til, með sameiginlega viðleitni aðila Norður-Atlanzhafsbandalagsins til að varð- veita frið og öryggi á því svæði fyrir augum." Og í lsm grein samningsins sjálfs segir svo: „Bandaríkin munu fyrir hönd Norður- Atlanzhafsbandalagsins og samkvæmt skuld- bindingum þeim, sem þau háfa tekizt á hend- ur með Norður-Atlanzhafssamningnum, gera ráðstafanir til varnar Islandi með þeim skil- yrðum, sem greinir í samningi þessum. I þessu skyni og með varnir á svæði því, sem Norður- Atlanzhafssamningurinn tekur til, fyrir aug- um, lætur Island í té þá aðstöðu í landinu, sem báðir aðilar eru ásáttir um, að sé nauð- synleg." Hér eru Atlanzhafssamningurinn og her- námssamningurinn tengdir saman órjúfanleg- um böndum. Hernámsliðið kemur hingað samkvæmt beiðni bandalagsins og það er tek- ið fram sem almenn regla að varnarleysi bjóði hættu heim, ekki aðeins í því landi sem á hlut að máli heldur og hjá nágrönnum þess. Eg dreg það mjög í efa að Atlanzhafsbandalagið hefði litið á það sem eitthvert einkamál Is- lendinga, ef við hefðuð ákveðið að láta her- inn fara. I því sambandi vil ég minna á 4ðu grein Atlanzhafssamningsins, en hún er svo- hljóðandi: „Aðilar munu hafa samráð sín á milli, hve- nær sem einhver þeirra telur friðhelgi lands- svæðis einhvers aðila, pólitísku sjálfstæði eða öryggi ógnað." Samkvæmt þessari grein hafa ríkin heimild til íhlutunar um málefni hvers annars, og hefðu Islendingar sagt upp hernámssamn- ingnum gegn vilja Atlanzhafsbandalagsins er naumast nokkur vafi á því að þessari grein hefði verið beitt. A meðan herstöðvarnar hér voru taldar mikilvægar hefðu Bandaríkin vafalaust hagnýtt hana til þess að halda her- stöðvum sínum hér, hvað sem ákvörðunum okkar liði, á sama hátt og þau neituðu að flytja lið sitt burt 1945 og á sama hátt og þau halda nú herstöðvum víða um lönd gegn vilja íbúanna. Þetta er grundvallaratriði þegar meta á viðhorf Islendinga til Atlanzhafsbandalagsins. Hernámið er skilgetið afkvæmi Norður- Atlanzhafssamningsins; þeir menn sem segj- ast vera með aðild að bandalaginu en andvíg- ir hersetunni eru að villa á sér heimildir. Ef ekki kæmi til hernámið dreg ég mjög í efa að nokkru öðru ríki væri það nokkurt kapps- mál að hafa Islendinga í svokölluðu hernað- arbandalagi með sér. Þegar Islendingar meta nú, hvort þeir eiga að halda áfram aðild að bandalaginu, ber þeim jafnframt að kanna til hlítar hvort sú aðild leiðir til erlendrar hersetu um ófyrirsjáanlega framtíð. HERNAÐARGILDI ÍSLANDS I því sambandi er vert að íhuga að einnig hernaðargildi Islands hefur gerbreytzt á þeim tveimur áratugum sem liðnir eru síðan Norð- ur-Atlanzhafssamningurinn var gerður. Á- stæðan til þess að Bandaríkjamenn lögðu á- herzlu á að halda hér herstöðvum í styrjaldar- lok var sú að á þeim tíma voru flugvélar þeirra tiltölulega skammdrægar; til þess að koma þeim yfir Atlanzhafið á öruggan hátt þurfti millilendingarstaður að vera tiltækur, og Keflavíkurflugvöllur var í nokkur ár fyrst og fremst hagnýttur á þann hátt. Island var þá nauðsynlegur hernaðarlegur tengiliður milli Bandaríkjanna sjálfra og áhrifasvæða þeirra í Evrópu. En þessar aðstæður hafa ger- breytzt með tilkomu langfleygra véla; Kefla- 8

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.