Réttur - 01.01.1969, Side 9
víkurflugvöllur gegnir nú ekki lengur hlut-
verki sem millilendingarstaður fyrir hernað-
arflugvélar á leið yfir Atlanzhaf.
Á sama tíma hafa fornar hugmyndir um
herstöðvar og gildi þeirra gerbreytzt með til-
komu eldflauga og kjarnorkuvopna. Her-
stöðvar eru nú fyrst og fremst hagnýttar til
þess að hafa áhrif á umhverfi sitt. Augljóst er
að herstöðin á Islandi er nú orðin fjarskalega
veigalítill þáttur í herstjórnarkerfi Banda-
ríkjanna — aðalverkefni herstöðvarinnar hér
er að hafa eftirlit með kafbátaferðum á Norð-
ur-Atlanzhafi, og því eftirliti væri hægt að
stjórna á jafn hagkvæman hátt frá mörgum
öðrum stöðum, m.a. frá Nýfundnalandi þar
sem þessar eftirlitsstöðvar voru áður en þær
voru fluttar hingað.
Breytingar þær sem orðið hafa á undan-
förnum árum á hernaðartækni, á mati á þró-
un alþjóðamála og á sambúð stórveldanna
hafa leitt til breytinga á herstöðvunum á Is-
landi án þess þó að Islendingar hafi haft
frumkvæði að þeim. Þegar bandaríski herinn
kom hingað 1951 var þar m.a. um að ræða
raunverulegt varnarlið, landher með skrið-
dreka og annan tækjakost sem ekki gat haft
annan tilgang en að snúast til varnar ef gerð
væri innrás í landið; einnig kom hingað flug-
her sem átti að vinna með landhernum að
þessum verkefnum. Báðar þessar deildir her-
námsliðsins eru farnar frá Islandi fyrir mörg-
um árum; hér hefur um langt skeið ekki verið
neitt varnarlið •— en með þeim umskiptum
hefur bandaríska herstjórnin að sjálfsögðu
staðfest í verki það mat sitt að hernaðarleg
árás á Island sé óhugsandi eins og nú standa
sakir. Herinn á Miðnesheiði er aðeins örlítill
hlekkur í eftirlitskerfi Atlanzhafsbandalagsins
og Bandaríkjanna, en á engan hátt varnarlið
fyrir okkur. Það er vafalaust alveg rétt sem
lesa mátti í grein í Morgunblaðinu fyrir
nolckru að þessari herstöð sé valinn ákaflega
hæpinn staður frá varnarsjónarmiði og að
hægt væri að granda henni á nokkrum mín-
útum með eldflaugum frá kafbátum sem
þyrftu ekki einu sinni að koma upp á yfir-
borðið. I sömu grein var lögð áherzla á það
að ef hér ættu að vera raunverulegar banda-
rískar hervarnir, þá þyrfti að koma fyrir mikl-
um bandarískum her miðsvæðis á íslandi, en
leggja fullkomna hervegi frá þessum stöðvum
umhverfis allt land, svo að hægt væri að
sendá lið á sem skemmstum tíma til hvers
þess staðar þar sem hættu kynni að bera að
höndum. Fróðlegt væri að vita hversu margir
Islendingar myndu kæra sig um hernám af
þessu tagi, en á það reynir ekki sem betur
fer, því Bandaríkjamenn hafa ekki talið það
í samræmi við hagsmuni sína og mat sitt á
aðstæðum að hafa nokkurt varnarlið á Is-
landi árum saman og ekkert bendir til þess að
hernaðarhagsmunir þeirra stuðli að slíkri
ráðabreytni.
Eg lít svo á, að það hljóti að vera megin-
atriði í mati okkar á Atlanzhafsbandalaginu
að gera okkur grein fyrir þeirri undirstöðu-
staðreynd, að aðild að því bandalagi og her-
námið eru eitt og saman vandamálið. Ef her-
stöðvarnar hefðu ekki komið til hefði ekkert
ríki haft nokkurn minnsta áhuga á aðild
okkar að bandalaginu og fremur vilja forðast
jafn gagnslausan bandamann. Það er einnig
ákaflega mikilvæg staðreynd í þessu sam-
bandi, að gildi herstöðvanna fyrir Bandaríkin
hefur farið ört minnkandi á síðustu tveimur
áratugum. Ef Islendingar ákvæðu nú að losa
sig við herstöðvarnar yrði andstaða stórveld-
isins þeim mun minni sem gildi stöðvanna er
orðið rýrara.
Utanríkisstefna Islandinga getur að sjálf-
sögðu ekki mótazt einvörðungu af því sem við
viljum, heldur verður einnig að meta hana
í samræmi við það sem við getum. Við verð-
um að gera okkur raunsæja grein fyrir því, að
9