Réttur


Réttur - 01.01.1969, Síða 10

Réttur - 01.01.1969, Síða 10
við búum í veröld, sem skipt er í áhrifasvæði, og að við erum á miðju áhrifasvæði Banda- ríkjanna á vesmrhveli jarðar. Ef stefna okkar gegni í berhögg við stefnu eða hagsmuni Bandaríkjanna myndi stórveldið ekki hika við að beita valdi sínu hér frekar en annars staðar. En þótt þessi aðstaða sé metin af fullu raunsæi mega ráðamenn Islands aldrei gleyma því, að það er skylda þeirra að tryggja ís- lenzku þjóðinni sem mest sjálfstæði og frelsi innan þeirra marka, sem aðstæðurnar skammta okkur. Ef menn meta málin frá ís- lenzkum sjónarhóli er sú staðreynd augljós, að varanlegt hernám er andstætt hagsmunum þjóðarinnar. Það er því skyida hverrar ríkis- stjórnar að vinna að því að losna við her- námið, jafnvel þótt ráðherrarnir hafi fyllstu samúð með stjórnmálaviðhorfum hernáms- veldisins. Það er einnig augljós staðreynd, að íslendingum hlýtur að vera það keppikefli að standa utan hernaðarbandalaga. I slík- um samtökum á vopnlaus og örsmá frið- arþjóð, eins og Islendingar, ekkert erindi. Samkvæmt því ber íslenzkum valdamönnum að starfa, hvaða hug sem þeir bera til hern- aðarbandalagsins. Ef eðlileg íslenzk viðhorf væru ríkjandi hér á landi ætti það að vera sameiginleg stefna þjóðarinnar allrar að Is- lendingar byggju einir og frjálsir í landi sínu og gætu tekið óháða afstöðu til allra alþjóð- legra vandamála. Agreiningur okkar ætti að snúast um það eitt, að hve miklu leyti slík stefna væri raunsæ og framkvæmanleg miðað við aðstæður hverju sinni. En einmitt þarna er alvarlegasta veilan í stjórn íslenzkra utanríkismála. Ráðamenn okkar hefur skort andlegt sjálfstæði til að meta viðfangsefni sín af íslenzkum sjónarhóli. Allt tal þeirra um utanríkismál er einvörð- ungu bergmál af viðhorfum annarra, fyrst og fremst bandarískra valdamanna og mál- svara Atlanzhafsbandalagsins. Enda þótt Atlanzhafsbandalagsríki Vesmr-Evrópu hafi tekið upp æ sjálfstæðara mat á undanförnum árum örlar ekki á slíkum viðhorfum hjá valdaflokkunum hér. Og þessi ósjálfstæðu og óþjóðlegu viðhorf ráðamannanna hafa smitað út frá sér á uggvænlegan hátt. Utanríkisráð- herra hefur haldið því fram á þingi, að yfir 80% Islendinga væru fylgjandi aðild að At- lanzhafsbandaláginu. Þarna er um að ræða barnalega staðhæfingu; aðildin að Atlanz- hafsbandalaginu hefur aldrei verið borin und- ir þjóðina og ég held að fáum blandist hugur um, að meiri hluti þjóðarinnár var andvígur aðild að bandalaginu, þegar hún var ákveðin fyrir tveimur áratugum, enda höfnuðu stjórn- arvöldin þá mjög almennri kröfu um þjóðar- atkvæði. Vilji valdamenn fá raunverulega vitneskju um afstöðu þjóðarinnar nú er rétt að láta reyna á hana. Væri staðhæfing Emils Jónssonar hins vegar rétt væri það síður en svo ánægjuefni fyrir nokkurn ábyrgan mann, að meiri hluti þjóðarinnar vildi ólmur vera í hernaðarbandalagi til frambúðar; það sannaði það eitt, að menn væru orðnir gersamlega áttavilltir og gerðu sér ekki lengur grein fyrir sérstöðu Islendinga og raunverulegum hags- munum þjóðarinnar. ÓSJALFSTÆÐ VIÐHORF Einmitt slík ósjálfstæð viðhorf eru háska- legustu afleiðingar þeirrar hersetu, sem við höfum nú búið við í meira en aldarfjórð- ung. Talsverður hópur manna er búinn að gleyma eðlilegum, þjóðlegum og siðferðileg- um sjónarmiðum. Hernámið er ekki lengur ill nauðsyn, eins og stuðningsmenn þess köll- uðu það í upphafi, heldur góð nauðsyn, keppi- 10

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.