Réttur


Réttur - 01.01.1969, Blaðsíða 12

Réttur - 01.01.1969, Blaðsíða 12
ÁSGRIMUR ALBERTSSON SIGURLAUN (Svipmyndir frá liðinni tíð). Þeir komu út úr húsunum, hver úr sínu húsi. Jón í Nesbúð, Lárus í Skuld, Pétur í Kreppu, Guðmundur í Strympukoti, Sveinn á Spildunni, Ásgeir á Bakka og þeir hinir. I dimmu morgunsins komu þeir út, stungu nefjunum í vindinn og fjúkið, kipruðu augun, óku sér svolítið, gengu bak við húshornin og gerðu holur í fönnina, gular holur í hvíta fönnina. Þeir gengu frá húsunum, hver frá sínu húsi, sumir langt, sumir skammt. Sumstaðar lá fönnin i djúpum sköflum, sumstaðar hafði ekki fest snjó. Sumir höfðu vindinn og fjúkið í fang, sumir héldu undan. Sumir höfðu vindinn og fjúkið á hlið, sumir hægri hlið, sumir vinstri hlið, sumir gengu skáhallt móti vindi, sumir skáhallt undan vindi. En þeir gengu allir til sama staðar. Þeir komu inn i port verksmiðjunnar. Einn af öðrum komu þeir inn í portið hjá verksmiðjunni. Þeir hnöppuðust í skjólinu, hristu af sér fönnina. Sumir voru snjóugir að framanverðu, sumir að aftanverðu. Vatnsdropar sátu á andlitunum, héngu í augnabrúnunum, í eyrunum, á nefinu. Þeir komu ekki til þess að vinna i verksmiðjunni. Hjól hennar stóðu kyrr. Ásar hennar sváfu í legunum dúðaðir smurningu. Reimar hennar þögðu, nú spilaði enginn á þá hörpu. Mýs léku sér i eldholinu. Nei, þeir komu ekki til þess að vinna í verksmiðjunni. Nú komu þeir til þess að verkvæðast gegn klakanum og grjótinu. Þeir tóku sér í hendur haka, skóflur, járnkarla. Þeir voru sigurvegararnir frá fUndinum, að búa sig undir að taka út sigurlaunin. Þeir voru allir á fundinum. Jón í Nesbúð, Lárus í Skuld, Pétur í Kreppu, Guðmundur í Strympukoti, Sveinn á Spildunni, Ásgeir á Bakka og þeir hinir. 12

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.