Réttur - 01.01.1969, Blaðsíða 27
w-....
Staða Marx um þessar mundir er því alger
undantekning. Hann er ekki aðeins þáttur í
lifandi veruleik menntamanna. Fyrir tilstilli
stjórnmálahreyfinga og ríkisstjórna sem tigna
hugmyndir hans, jafnt og hinna sem trúa á
skaðleg áhrif þeirra, er hann einnig kunnur
stórum hluta af íbúum jarðarinnar, þó að þeir
hafi naumast heyrt minnzt á nokkurn annan
heimspeking eða félagsvísindamann.
Frægð hans er nú alþjóðleg í réttum skiln-
ingi orðsins. Þó leitað sé allt frá Senegal til
Nýja-Sjálands, frá Argentínu til Kanada,
finnst varla það land að þar sé ekki verið að
rökræða „marxískar” hugmyndir. Mikilhæfni
anda hans er viðurkennd, af hrifningu eða
tregðu — sjaldan af skeytingarleysi — alls-
staðar þar sem menn kunná að lesa bækur.
Hann er einn af þeim fáu hugsuðum nítjándu
aldarinnar sem heyra til nútíðinni en ekki for-
tíðinni. Ef til vill er hann hinn eini þeirra
sem það verði sagt um — ásamt Charles
Darwin, sem hann líkti sjálfum sér við.
Væntanlega hefur afmælið í för með sér
viðurkenningu og endurmat á fræðikenning-
um Marx, fordæmingu og deilur. En það er
einnig hentugt tilefni til að líta með sann-
girni og fordómalaust á aðra hlið varðandi
það sem eftir hann liggur, þ.e. útgáfur á rit-
um hans. Þar horfir einkennilega og ekki
sérlega viðunandi. Fram að 1950 voru útgáf-
ur af ritum hans og Engels, sem að jafnaði
fór saman, nánast hugmyndafræðilegt fjöl-
skyldumál. Fyrir rússnesku byltinguna var
málið í höndum þýzka sósíaldemókrata-
flokksins. Hann hafði eignazt meginið af eft-
irlátnum skrifum hans — Nachlass — en
gerði enga tilraun til að koma þeim á prent.
Síðar varð þetta einnig komið undir Komm-
únistaflokki Sovétríkjanna, og af mikilli holl-
ustu hóf Marx-Engels stofnunin í Moskvu
útgáfu þeirra. Til allrar ógæfu var hin af-
bragðs góða heildarútgáfa Rjazanovs —
Gesamtausgabe — ásamt Marx-Engels-Ar-
chiv stöðvuð í miðjum klíðum.
Sú útgáfa sem fer næst því að vera heild-
arútgáfa á frummálinu er Marx-Engels
Werke í 40 bindum. Byrjaði hún að koma út
í Berlín 1956 og kom síðasta bindið í þess-
ari viku. Þetta er hvorki heildarútgáfa né
heldur fullnægir hún ströngum vísindaleg-
um kröfum. Það skiptir ekki miklu máli að
nokkur rit sem lengi hefur verið innbyrðis
ágreiningur um meðal marxista er ekki í
safninu, nefnilega nokkur þau elztu. Auk
þess eru þau komin í sérstökum bindum í
sama broti. Hitt er alvarlegra að hvergi er
skrá yfir þau rit sem undan eru skilin. Ekki er
ástæða til að ætla að þau séu skilin eftir af
hugmyndafræðilegum ástæðum, en vöntun á
glöggri greinargerð rýrir tilfinnanlega gildi
útgáfunnar fyrir fræðimenn. Ur þessu er
auðvelt að bæta með því að gefa út skrá
yfir það sem vantar með stuttorðum lýsing-
um á efni, hvar aðgengilegt til afnota og
prentanir ef til eru. Vonandi eiga Marx-
Lenin stofnanirnar í Berlín og Moskvu eftir
að auka við þá þakkarskuld sem við stöndum
í við þær með útgáfu slíks viðauka.
Þá er það og tilfinnanlegur galli á þessari
útgáfu að hún virðist ófullkomin í jafn mik-
ilvægu tilliti og því að birta öll tilbrigði af
ritum Marx, en það er afar áríðandi af því
að hugmyndir hans voru í stöðugri þróun
meðan hann samdi rit sín. Svo tekið sé aug-
ljóst dæmi: Auðmagnid 1. bindi er prentað
eins og venja er eftir 4. útgáfunni (1890) sem
geymir síðari skoðanir Marx og Engels bjó til
prentunar. I nokkrum tilvikum þýðir þetta
algera endursamningu frá 1. útgáfunni
(1867), þ.e.a.s. algera endurorðun hugtaka
í fyrsta og grundvallarkafla bindisins. Þar
til á s.l. ári var þessi texti hvergi til nema í
frumútgáfunni og japanskri ljósprentun,
næstum jafn fágætri. Nú er hægt að fá sam-
27