Réttur


Réttur - 01.01.1969, Page 28

Réttur - 01.01.1969, Page 28
anburð á textum með hjálp fjögra binda vesmrþýzkrar útgáfu frá Fischer Verlag. I heildarútgáfu á vitanlega að vera fyrsta gerð textans, a. m. k. í viðauka, og svo var ráð fyrir gert í heildarútgáfu Rjazanovs. Vafalaust mun fullkomnari rússnesk-þýzk útgáfa sem nú er í undirbúningi og önnur samkeppnisútgáfa sem er líklegur árangur af rannsóknum á Nachlass (nú varðveitt í In- ternational Institute of Social History, Ams- terdam) eiga þess kost að bæta úr framan- greindum göllum. Unz svo hefur verið gert vantar okkur fullkomna og vísindalega heild- arútgáfu sem sanngjarnt er að biðja um hálfri annarri öld eftir fæðingu Marx og áttatíu og fimm árum eftir dauða hans. Það er líklega til of mikils mælst að slík heildarútgáfa, og þó ekki væri nema jafn virðuleg útgáfa og margrabinda ritsafnið Werke, verði fáanlegt á ensku sem er helzta alþjóðlega samskiptamálið. Slík útgáfa er lík- lega ekki góð fjárfesting og vafasamt að nokkrir styrktarsjóðir eða stofnanir vilji leggja fram nægilegt fé. En því miður eru þau ritsöfn sem til eru á okkar máli eftír Marx aðeins úrtök, stundum handahófskennd, önnur oft úrelt... Slíkar útgáfur undanfarið eru næstum ein- göngu að þakka störfum og fjárframlögum sovézkra stofnana, og án þeirra mundum við ekki eiga jafn mikilsverð rit og 2. og 3- bindi Auðmagnsins í viðunandi þýðingu og sérstaklega ódýr ... Enda þótt við hljótum nú að eiga Kommúnistaávarpið í tíu til tutt- ugu útgáfum og margar eins bindis útgáfur af úrvali úr ritum Marx, nokkrar ágætar, er ekki hægt að segja með sanni að sá sem vill kynna sér Marx af fullri alvöru hafi við- unandi kost á þýðingum, hvorki frá Rússum eða cðrum útgefendum. Þetta ber að harma. Líklega er meira skrifað um marxisma nú en nokkru sinni fyrr, og ábyggilega meira en um nokkuð ann- að fræðikerfi sem séð hefur dagsins Ijós síð- an 1818. Það er ekki til of mikils mælst að enskur lesandi ólæs á aðrar tungur eigi þess kost að sniðganga túlkendur og útskýrendur og leita til eigin rita Marx. Times Literary Snpplement, 9. maí 1968. 28

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.