Réttur - 01.01.1969, Blaðsíða 31
Togliatti
Erlander
Bresjneff
Einkum mættu voldugustu leiStogar stærstu
valdaflokkanna nokkuð læra af boðskap eining-
arinnar frá 7. heimsþinginu. En því miður virð-
ist tilhneigingin vera sú, þegar ríkisvaldið hefur
verið 10—15 ár í höndum sósíalistískra valda-
flokka að það taki að móta fræðikenningu marx-
ismans eftir hagsmunum sínum og aðstæðum
og hún stirðni þar, af því hún verði ekki þróuð
á réttan hátt í því umhverfi metnaðar og rétt-
trúnaðar, sem ríkisvaldið oftast skapar, ef ei er
staðið vel á verði.*
Það er hart að því stærri og voldugri sem
valdaflokkar sósíalismans eru, því erfiðara skuli
ganga að framkvæma þeirra í milli þá kenningu
um bræðralag hinna vinnandi stétta, sem Marx
og Engels gerðu að höfuðatriði í boðskap sín-
um: Oreigar allra landa sameinist! — Og að
ekki skuli einu sinni sú víðfeðma samfylking-
arstefna sem 7. heimsþing Komintern markaði,
framkvæmd á milli kommúnistaflokka heims
innbyrðis.
★
í dag er lagður efnahagslegur grundvöllur að
sósíalisma hjá þriðjungi mannkyns og í ríkis-
stjórnum hálfs heimsins sitja kommúnistar og
sósíaldemókratar.
í ár eru liðin 105 ár frá stofnun I. Alþjóða-
* £>að er eftirtektarvert tímanna tákn, að sá sami Mao
Tse-tung, — sem beitti sér fyrir því 1935, er ,,vinstri“-
forustan var sett frá völdum í Kommúnistaflokki Kína
eftir allar sínar einangrunarvillur, að Wan Míng og
Lí-lí-san, foringjar hennar, væru áfram í miðstjórn
flokksins, — skuli nú láta beita Líú Sjao-sí álíka með-
ferð og Trotsky eftir 1926. Eða hitt að Kommúnistaflokk-
Ur Sovétríkjanna skuli enn ekki hafa skipað Bucharin,
Trotsky og aðra í þann sögulega sess, er þeim ber, þótt
hann hafi sjálfur brennimerkt réttarhöldin, er gerðu þá
glæpamönnum, sem óhæfu. Lenín gat þó fyrirgefið
þessum mönnum ranga afstöðu í Brest-Litovsk- málinu,
gagnvart ,,vinstri-kommúnismanum“ o. s. frv. og látið
kjósa þá á ný í framkvæmdanefnd flokksins. — Það
var ekki að ófyrirsynju að Dimitroff deildi á ofstæki
og einangrunarstefnu 1935.
Okkar fornu íslenzku sagnaritarar skrifuðu að vísu
sumir sem sigraðir menn, en sýndu í sagnaritun sinni
sigurvegurunum eftirtektarverða óhlutdrægni. Sigur-
vegarar 1 innanflokksátökum sósíalista mættu einnig
læra að skrifa sögu svo að þeir „sigruðu“ þar nytu og
réttar síns.
31