Réttur - 01.01.1969, Síða 35
mannaflokksins voru með samþykktum á flokks-
þingi gerðir flokksrækir, þeirra á meðal Finn Gust-
avsen og Knut Löfsnes. Þessi andstöðuhópur hafði
allt frá 1953 gefið út vikublaðið ,,Orientering", sem
haldið hafði uppi harðri gagnrýni á norska utan-
ríkisstefnu og einkum þá aðild Noregs að Atlanz-
hafsbandalaginu. Árin næstu fyrir 1961 hafði blaðið
einnig í mörgum innanlandsmálum gagnrýnt stjórn-
arstefnuna harðlega og krafizt sósíalistiskra úr-
ræða i efnahags- og atvinnumálum. Sósíalismi
Verkamannaflokksstjórnarinnar var orðinn harla út-
vatnaður og samvistirnar við forysturíki hins frjálsa
heims í Atlanzhafsbandalaginu höfðu ekki haft sið-
bætandi áhrif á flokksforystuna.
I kosningunum til Stórþingsins haustið 1961 bauð
SF-flokkurinn fram í 6 kjördæmum, hlaut 43 þús.
atkv. og 2 þingmenn kjörna. Komu þessi úrslit
flestum á óvart, ekki hvað sízt forystu Verkamanna-
flokksins.
SF fékk lykilaðstöðu á þingi, því að stjórnar-
flokkurinn missti meirihluta sinn og hafði nú aðeins
74 þingsæti af 150, en borgaralegu flokkarnir fjórir
fengu samtals 74.
i kosningunum til Stórþingsins haustið 1965 bauð
SF fram i öllum kjördæmum og fékk nú nær 125
þús. atkvæði (6%) en aðeins 2 þingmenn eins og
áður. Hins vegar vantaði bara herzlumuninn á að
flokkurinn fengi menn kjörna i ýmsum kjördæmum.
Uppbótarþingsæti eru engin í Noregi.
Hvers konar flokkur var SF í upphafi?
Hann skilgreindi sig frá stofnun sem sósíaliskan
flokk. Hins vegar voru ekki margir marxistar innan
hans og munu skoðanir hafa verið skiptar um inn-
tak hinnar sósíalisku stefnu flokksins. Flestir af
forystumönnunum komu úr Verkamannaflokknum,
en kjósendurnir komu víða að, einkum þó frá
kommúnistum, Verkamannaflokknum og á Oslóar-
svæðinu frá róttækum vinstrimönnum, einkum úr
hópi menntamanna.
Fylgi flokksins var því frá upphafi nokkuð sund-
urleitt. Þar voru saman komnir sósialistar, sem
hrakizt höfðu úr norska kommúnistaflokknum vegna
hreinsana i honum, og aðrir, sem horfið höfðu úr
Verkamannaflokknum vegna hentistefnu flokksfor-
ystunnar, EBE og NATO andstæðingar, og róttækir
menntamenn, sem margir hverjir höfðu ekki verið
flokksbundnir.
Það þarf því engan að undra, þótt ekki hafi allt
gengið snuðrulaust innan flokksins þau 8 ár, sem
hann hefur starfað.
Umræður þær og deilur, sem átt hafa sér stað
innan flokksins, hafa þó verið frjóar að þvi leyti,
að þær hafa leitt til skýrari stefnumörkunar og
ákveðnari viðhorfa á flestum sviðum. Flokkurinn
hefur þróazt til vinstri í átt til aukinnar róttækni og
skýrari sósíalistiskra viðhorfa. Hefur þetta komið
greinilega fram í stefnu flokksins á þingi og í skrif-
um í hinu óopinbera málgagni hans „Orientering".
Eitt er það mál, sem jafnan hefur verið til um-
ræðu innan flokksins og sem skoðanir hafa verið
mjög skiptar um, en það er afstaðan til Verka-
mannaflokksins og hugsanlegs samstarfs við hann.
Alger samstaða mun hafa verið um það, að stjórn-
arsamstarf kæmi ekki til qreina né heldur samstarf
af því tagi sem Axel Larsen kom á í Danmörku.
Hins vegar hefur ákveðinn hópur innan flokksins
verið hlynntur bindandi samstarfi um ákveðin mál.
Mun formaðurinn, Knut Löfsnes, hafa verið fremsti
talsmaður slíkrar stefnu. Finn Gustavsen, aðaltals-
maður flokksins á þingi hefur viljað setja mun
strangari skilyrði fyrir slíku samstarfi og sú hefur
afstaða meirihlutans verið.
Sl. 2 ár hefur þróunin á vinstra væng norskra
stjórnmála verið mjög ör, og ný viðhorf komið i
forgrunninn hjá mörgum. Á þetta ekki hvað sízt við
um SF, þótt einnig megi sjá merki um hið sama
I öðrum flokkum. Mestar hafa þó breytingarnar
orðið innan SUF. SUF var stofnað 1963 og mun
stefnuskrá samtakanna í fyrstu hafa verið áþekk
stefnu flokksins, en einkum var lögð áherzla á ut-
anríkismál, hlutleysisstefnu og þróunarhjálp og voru
pasifistar alláhrifaríkir í samtökunum.
Pólitiskur áhugi meðal æskufólks var á þessum
árum fremur takmarkaður, en þetta hefur breytzt
i Noregi ekki síður en í öðrum löndum. Á styrjöldin
í Vietnam og barátta stúdenta fyrir raunverulegu
námslýðræði, gegn heimsvaldastefnu og arðráni
hinna iðnvæddu landa á vanþróuðum þjóðum mest-
an þátt í því.
Hafa því stjórnmálasamtök ungs fólks í Noregi
eflst mjög hin síðari ár og aukið starfsemi sína.1)
Hefur mátt sjá þessa Ijós merki, ekki hvað sizt
meðal háskólastúdenta og í starfi Vietnamhreyfing-
arinnar í Noregi.
En því miður hefur það ásannazt enn einu sinni,
að aðvörunarorð Leníns um „róttæknina sem barna-
sjúkdóm kommúnismans" eru enn i fullu gildi. Þau
öfl, sem náð hafa undirtökunum í SUF og einnig
1) Hefur SUF engra eftirbátur verið í því efni.
35