Réttur - 01.01.1969, Qupperneq 36
létu til sín taka innan SF, bera þess ótvíræð merki
að hafa orðið þessum sjúkdómi að bráð.
Það er í sannleika sagt ömurlegt að verða vitni
að því, þegar pólitísk samtök á borð við SUF og
þá i SF sem þeim hafa fylgt að málum, hafa svo
gjörsamlega tapað áttum, sem raun ber vitni.
SUF mun nú hafa u.þ.b. 4000 félaga. Þessi hópur
er mjög virkur I pólitísku starfi og vel skólaður, en
þeim mun átakanlegra er að sjá hvernlg samtök-
unum virðast mislagðar hendur við úttekt sína á
norsku þjóðfélagi og mótun þeirra baráttuaðferða
sem heppilegt og rétt sé að beita.
Þótt margt sé óumdeilanlega rétt í mati SUF á
þjóðfélagsástandinu, stingur þó hitt meir í augun,
sem vafasamt má teljast. Út á við kemur þetta
fram í óraunsærri byltingarrómantík, taumlausri
persónudýrkun, einkum á Maó og Castró og inná-
við í bókstafstrú og algerum skorti á umburðar-
lyndi gagnvart þeim, sem ekki eru sammála hinni
löggiltu útleggingu í einu og öllu.
SUF og vinstri armurinn í SF halda því fram, að
í Noregi sé að skapast byltingarsinnað ástand. Til
að nýta þetta ástand þurfi agaðan og samstilltan
flokk, sem á grundvelli kenninga Maó Tse-tungs
leiði væntanlega byltingarbarátu til sigurs. Flöfuð-
óvinur hinnar byltingarsinnuðu hreyfingar eru sósi-
aldemókratar og meirihlutinn I SF, sem gerzt hafa
handbendi kapítalismans. Ekki er blæbrigðunum
fyrir að fara í þessu mati og allir skornir niður við
sama trog.
Það má reyndar til sanns vegar færa, að forystu
Verkamannaflokksins sé ýmislegt annað eins ofar-
lega í huga og að koma á sósíalisma, en hitt er
óumdeilanlegt að verulegur hluti óbreyttra flokks-
manna krefst stefnubreytingar jafnt í innanríkis-
og utanríkismálum. Á sú krafa einhuga stuðning
æskulýðssamtaka flokksins.
Þessi inngangur er nú orðinn alllangur, og þvi
bezt að víkja á nýjan leik að þeim atburðum, sem
orðið hafa tilefni þessarar greinar, þingi SF-flokks-
ins í febrúar sl. og aðdraganda þess.
SÖGULEGT
FLOKKSÞING
Eftir þing SUF í október sl., þar sem hin um-
deilda stefnuskrá var samþykkt, hófust miklar um-
36
ræður innan flokksins og í blaði hans. Voru skoð-
anir skiptar um, hvernig rétt væri að bregðast við
því, sem gerzt hafði, en flestir voru algerlega and-
vígir hinni nýju stefnuskrá. „Orientering" krafðist
þess í ritstjórnargrein, að aukafundur flokksstjórn-
arinnar tæki af skarið og gerði um það skýra sam-
þykkt, að SF héldi fast við grundvallarstefnu sína,
þrátt fyrir ályktanir SUF-þingsins.
Flokksstjórnarfundurinn var haldinn 13.—14.
október og var þar gerð eftirfarandi samþykkt:
„Flokksstjórnarfundurinn staðfestir, að SF heldur
fast við grundvallarstefnuskrá sína. Hann vísar
með þessu á bug stefnuskráratriðum eins og al-
ræði öreiganna og miðstjórnarlýðræði í flokknum.
Bæði kosningastefnuskrá og grundvallarstefna
flokksins verða stöðugt að vera til gagnrýninnar
umræðu, og taka breytingum í samræmi við að-
stæður á hverjum tíma og þá reynslu, sem flokk-
urinn öðlast í baráttu sinni fyrir sósíalismanum.
Hvetja verður alla flokksmenn til að taka þátt í
þessum umræðum, svo að ákvarðanir flokksins séu
ætíð I samræmi við vilja félaganna.
Pólitísk stefnuskrá SUF er í grundvallaratriðum
frábrugðin stefnuskrá SF, en þing SF hefur viður-
kennt SUF sem æskulýðssamtök flokksins. Flokks-
stjórnarfundurinn leggur áherzlu á, að þessu verður
einungis breytt með ákvörðun á flokksþingi".
Þessi samþykkt var gerð með samhljóða atkvæð-
um, og létu allir deiluaðilar I Ijósi ánægju með
hana og töldu hana „sigur" fyrir sig. Munu sumir
þá hafa mænt á staðfestinguna á óbreyttri stefnu-
skrá flokksins, aðrir á þá staðreynd að SUF væri
áfram viðurkennt sem æskulýðssamtök hans, þrátt
fyrir það, sem á undan væri gengið. En I reyndinni
var hér um dæmigerða málamiðlun að ræða. Fulln-
aðarúrlausn deilumálanna, bæði pólitískra og skipu-
lagslegra, var skotið á frest og vísað til flokks-
þingsins í febrúar.
I umræðum þeim sem áttu sér stað fram að
flokksþinginu skýrðust málin talsvert. Margir, sem
fram að þessu höfðu staðið utan við deilurnar og
leitazt við að varðveita einingu flokksins, komust
nú að þeirri niðurstöðu, að andstæðurnar milli hinna
stríðandi afla væru nú orðnar ósættanlegar, og
flokksþingið yrði að skapa hreinar línur.
Berge Furre, fyrrum ritari flokksins ritaði langa
grein í Orientering þann 14. desember. Þar fjallaði
hann um ástandið í flokknum í dag og gerði út-
tekt á starfi hans hingað til. Taldi hann að flokkur-
inn hefði að miklu leyti náð þeim frummarkmiðum,
j