Réttur - 01.01.1969, Page 43
Á við Afríku nú?
,,Til þess að geta af þekkingu
á málefninu dæmt um efnahags-
lega þróun Rússlands, hef ég lært
rússnesku og síðan árum saman
lesið þau prentuð rit, frá hinu
opinbera og öðrum, sem snerta
málið. Niðurstaðan, sem ég kemst
að er þessi: Haldi Rússland á-
fram á þeirri leið, sem það lagði
inn á eftir 1861, þá sleppir það
bezta tækifæri, sem sagan nokkru
sinni hefur gefið nokkurri þjóð, og
verður að ganga I gegnum allar
hinar örlagaríku umbreytingar hins
kapitalistíska kerfis".
Karl Marx í nóvember 1877, í
bréfi til rússneska tímaritsins
.Otetschestwennyje Sapiski".
Föðurlandssvik 1923
,,En nú vill háttv. meirihluti fara
þessa leið og gefa útlendingunum
allan þann framtíðargróða, sem vér
getum haft af notkun fallvatnanna.
ÉQ er ekki fyrir að nota stór orð,
en get þó ekki látið hjá líða að
flytja þessari háttv. deild þá orð-
sendingu frá fyrrverandi forseta
efri deildar, fyrrverandi meðnefnd-
armanni mínum, Guðmundi Björns-
syni landlækni, eftir beinum til-
mælum hans, að hann geti ekki
skoðað þetta öðruvlsi en föður-
landssvik".
Jón Þorláksson, síðar fyrsti
formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, I þingræðu 3. maí 1923.
Viðvörun 1948
,,Nú verða það ekki smáfélög
eins og „Titan" eða „Island", sem
reyna að klófesta auðlindir fall-
vatnanna, heldur voldugustu auð-
hringar heims. Og þar sem áður
þótti allt öruggt, ef valdið til virkj-
unar og veitingar sérleyfa væri í
höndum landsstjórnarinnar, en
forðað undan valdi erindreka
fossafélaganna, þá stefna nú er-
lendir auðdrottnar svo hátt að ætla
að gera sjálfa ríkisstjórn hins ný-
stofnaða íslenzka lýðveldis að er-
indrekum sínum til þess að leppa
þau yfirráð, sem þeir hyggja á að
ná yfir framtíðarauðlindum lands-
ins".
Einar Olgeirsson, í „Islenzk
stóriðja í þjónustu þjóðarinn-
ar“, Réttur 1948.
Herstöðvar 1946
„Hinsvegar töldu islendingar að
réttur tii herstöðva á fslandi er-
lendu riki til handa væri ekki
samrýmanlegur sjálfstæði fslands
og fullveidi" . ..
I fyrra báðu Bandaríkin okkur
um Hvalfjörð, Skerjafjörð og
Keflavik. Þau fóru fram á lang-
an leigumála, kannske 100 ár,
vegna þess að þau ætluðu að
leggja í mikinn kostnað. Þarna
áttu að vera voldugar herstöðvar.
Við áttum þarna engu að ráða.
Við áttum ekki svo mikið sem að
fá vitneskju um, hvað þar gerðist.
Þannig báðu Bandaríkin þá um
land af okkar landi til þess að
gera það að landi af sínu landi.
Og margir óttuðust að siðan ælti
að stjórna okkar gamla landi frá
þeirra nýja landi. Gegn þessu reis
íslenzka þjóðin."
Ólafur Thors 20. september
1946 á fundi í sameinuðu al-
þingi um „niðurfellingu her-
verndarsamningsins frá 1946“
Einangrunar- og tækifæris-
stefna
„Vígreifir brezkir verkamenn,
sem eigin reynsla hafði kennt að
hata stjórnmálastefnu endurbóta-
sinnuðu leiðtoganna, gátu hæg-
lega, — þegar þeir tóku að slíta
sig lausa frá tækifærisstefnunni
— svo að segja rifið sig upp með
rótum úr verklýðshreyfingunni, og
í byltingarsinnaðri andúð sinni ein-
angrað sig frá þeim verkamanna-
fjölda, sem enn var undir áhrifum
tækifærissinna. Einangrunarstefn-
an var hin hliðin á tækifærisstefn-
unni, afsprengi hennar og and-
stæðingur, en aðstoðaði hana ó-
vart oft".
James Klugmann: History of
the Communist Party of Great
Britain. I. bindi. 1968.
Stúdentar og verkamenn
„I því ástandi, sem við nú búum
við, hafa eftirfarandi orð Lenins
frá 1901 gildi: „Stúdentinn kom
verkamanninum til hjálpar, —
verkamaðurinn verður að koma
stúdentinum til hjálpar." Mikilvæg
bending viðvíkjandi myndun og
þróun bandalags verkalýðs og
menntamanna, einkum á skeiði
vísinda- og tæknibyltingar".
Willi L. Becker (KPD) á ráð-
stefnu World Marxist Review
12—13. júni 1968 i Prag um
stúdenta- og æskulýðshreyf-
inguna í auðvaldslöndunum.
43