Réttur - 01.01.1969, Qupperneq 46
lítil og samkomulagið m.a. fellt í einu sjó-
mannafélaginu.
MIKILVÆG
VIÐURKENNING
Samkomulagið fól í sér tvö meginatriði.
Hið fyrra að hluti fæðiskostnaðar skyldi
greiddur; hið síðara að sjómenn fengju aðild
að lífeyrissjóði.. I þessu tvennu felst mikilvæg
viðurkenning á tveimur gömlum baráttumál-
um sjómannastéttarinnar og að vonum lögðu
samninganefndarmenn sjómanna mikla
áherzlu á þessi atriði. Hins vegar gagnrýndu
margir sjómenn hvernig þessi viðurkenning
átti sér stað.
I samningunum fólst, að sjómenn á bátum
undir 150 tonnum fengju 85 krónur á dag
í fæðispeninga, en 100 krónur á dag á stærri
bátum. Þetta átti að greiðast úr sjóði sem
fengi tekjur af 1% útflutningsgjaldi, þannig
að þetta kom út sem lækkað fiskverð og því
greitt af sjómönnum jafnt sem útgerðar-
mönnum. Þetta þýddi einnig að skipstjóri
greiddi í rauninni tvöfalt meira í fæðissjóð-
inn en hásetinn og að togarasjómenn, sem
þegar höfðu frítt fæði urðu einnig að borga
í sjóðinn. Þó kemur þetta ranglátast út gagn-
vart smábátamönnum, sem hafa lágan fæðis-
kostnað og taka skrínur að heiman á sjóinn.
Einnig þeir þurftu að borga í fæðissjóðinn
í lægra fiskverði.
Þá var gert ráð fyrir því í samningunum
að það tæki sjómenn þrjú ár að ná fullri að-
ild að lífeyrissjóði, og átti fyrsti áfangi að
koma til framkvæmda á næsta ári. Þetta at-
riði er einkum athugavert með tilliti til þess
að ríkisstjórnin hefur lofað lífeyrissjóði fyr-
ir alla landsmenn á kjörtímabilinu þ.e. í síð-
asta lagi á næsta ári, 1970, en lokaáfangi líf-
eyrissjóðs bátasjómanna á samkvæmt sam-
komulaginu að komast í framkvæmd 1972!
Nú, þegar hásetar höfðu samþykkt kjara-
samningana við dræmar undirtektir að vísu,
héldu áfram samningaviðræður við yfirmenn
á bátaflotanum, þ.e. skipstjóra, stýrimenn og
vélstjóra. Sáttasemjari lagði miðlunartillögu
fyrir fund í félögum yfirmanna 13. febrúar,
en hún var kolfelld, 218 já, 319 nei!
Þegar svo var komið lét ríkisstjórnin sig
hafa það að koma fram á sjónarsviðið með
þrælasvipuna og lagði fram á alþingi frum-
varp til þess að banna verkfall yfirmanna
og löggilda jafnframt miðlunartillögu sátta-
semjara, sem yfirmennirnir höfðu kolfellt.
Frumvarpið var keyrt í gegnum alþingi á
einum degi, en verkfall hafði þá staðið í
fimm vikur og ekkert verið róið frá ára-
mótum. Þannig hafði ríkisstjórninni tekizt
að eyðileggja hundruð miljóna króna í
verðmætum fyrir þjóðarbúinu.
Þannig hafði stjórninni í þessu máli tek-
izt að fylgja fram kauplækkunarstefnu þeirri,
sem mörkuð var með gengisfellingunni í
nóvembermánuði síðastliðnum. Hún hóf deil-
una með skerðingu hlutaskiptanna, hún var
beinn þátttakandi í deilunni með fiskverð-
inu og hún stöðvaði verkfall sjómanna með
þrælalögum.
Það vakti mikla athygli er frumvarpið að
þrælalögum var til umræðu á alþingi, að
forseti ASI lýsti því yfir að hann myndi sitja
hjá við atkvæðagreiðslu um málið — vildi
ekki bregða fæti fyrir samþykkt þrælafrum-
varpsins!
KAUPLÆKKUN
En skammt er stórra högga í milli. Þegar
ríkisstjórnin hafði neytt sjómenn út á haf,
lét hún falla annað högg ekki vægara.
Það var 20. febrúar, sem atvinnurekendur
í Vinnuveitendasambandinu og Vinnumála-
46