Réttur


Réttur - 01.04.1969, Side 3

Réttur - 01.04.1969, Side 3
ÓLAFUR R. EINARSSON: ÞANKAR í TILEFNI LÝÐVELDIS- AFMÆLIS „Að sjálfsögðn getum við ekki neitað neinni þjóð um þann rétt, er okkar eig- ið þjóðfélag er grundvallað á, — að hver þjóð hafi rétt til sjálfstjórnar og til að velja það stjórnskipulag sem hún kýs sér og hreyta því að eigin geðþótta. — Vilji þjóðarinnar er það eina sem ber að virða.” Thomas Jefferson, 1793. Nær tvær aldir eru liðnar síðan hinn frægi forystumaður sjálfstæðisbaráttu Banda- ríkjanna reit um þennan þjóðlega rétt hverr- ar þjóðar, er mælti á sérstaka þjóðtungu og var af sérstöku þjóðerni. A þessum tíma hef- ur mikill fjöldi þjóða öðlast þjóðfrelsi, eink- um þó á síðustu 25 árum. Um þessar mundir er aldarfjórðungur liðinn síðan Islendingar ákváðu að nota þennan helgá rétt hverrar þjóðar og öðlast fullt frelsi með stofnun lýð- veldis á Islandi 17. júní 1944. RÉTTUR VOR í sjálfstæðisbaráttunni við Dani skýrskot- uðu Islendingar til sögulegs réttar til fulls frelsis. Hinn sögulegi réttur var upphaflega skýrður af Jóni Sigurðssyni, er byggði hann á uppsagnarákvæði Gizurarsáttmála frá 1262, en einnig veitti sambandslagasáttmálinn frá 1918 okkur rétt til að slíta sambandinu við Danmörku. Breyting á því varð þó er við fluttum konungsvaldið inn í landið er Dan- mörk var hernumin 10. apríl 1940, því þá var það á valdi íslendinga sjálfra að breyta stjórnarskránni án afskipta konungs. Þá olli þetta nokkrum deilum, þar eð ýmsir töldu ótilhlýðilegt að nota „tækifærið" er Danmörk var hernumin, en burt séð frá því var réttur 51

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.