Réttur


Réttur - 01.04.1969, Blaðsíða 12

Réttur - 01.04.1969, Blaðsíða 12
þjálfaðar og þó viðkvæmar skurðlæknishendur. Honum kom í hug einkennileg klausa, sem kona hans hafði lesið fyrir hann að kvöldlagi fyrir nokkrum mánuðum. „Ein klukkustund, einn dagur, slitin úr heildarsamhengi, geta átt sín eðlilegu rök ... en í heild sinni er lífið botnlaus óskapnaður ..." Þá hafði hann aðeins jankað við; nú fyrst varð honum ljós hin ógn- arlega merking þessara orða ... Hann var eng- inn yfirborðsmaður, en honum hafði ekki unn- izt tími til að sinna öðru en læknislist- inni einni. Hvorki nú né á háskólaárunum. Hann hafði átt þyngri róður að sækji en þeir, sem komu frá „góðum" fjölskyldum. En sá að- stöðumunur hafði líka verið honum eggjun. Hann vissi, að hann var engu betur gefinn en bræður hans, og að hann hefði aldrei orðið læknir, ef hann hefði ekki notið þeirra við eða fæðzt á undan þeim. Þetta bjargaði honum frá sjálfsánægju og varð honum brýning í starfi, svo að hann varð fremstur skurðlæknir sinna jafnaldra og gat vænzt hins bezta af framtíðinni. Hann hét því nú, þarna undir stýrinu, að taka föður sinn með sér til borgarinnar. Kona hans mundi skilja, að honum bar skylda til þess. Hvers konar læknir mundi hann líka verða í eigin augum, ef hann brygðist læknaheiti sínu gagnvart sínum eigin föður? Hann ætlaðist svo á, að hann yrði kominn á leiðarenda um fótaferð. Hann vildi sjá sæng- urnar í óreiðu, eins og þær kæmu fyrir. Systir Margit reiddi rekkjuna hans Ádámfys af stakri prýði. Skyldi faðir hans sofa í hreinu rúmi? Nú á tímum var gamla fólkið ekki látið bresta í mat og drykk; faðir hans fékk sín elli- laun, hann naut hvers manns virðingar. En það mundi sjást á rúminu hans, hvort hann ætti alúð eða afskiptaleysi að mæta á heimili sínu. Þegar hann nálgaðist þorpið, brumaði dög- unin í grænleitum birtubrigðum og tók að lýsa. Hann þekkti aftur gamla „hampdýið", Iitla mýr- arpollinn, þar sem hampurinn hafði verið mýktur, áður en hann fæddist. Hingað höfðu þau flykkzt krakkarnir, að loknum kennslu- stundum á verrin, í litlu naglreknu stígvélun- um sínum, og rennt sér fótskriðu. Oft hafði þeim orðið fótaskortur á brúnum sinutoddun- um, sem stóðu upp úr ísnum, og marið sig á mjöðm eða hné, en fljótlega jafnað sig aftur ... Nýliðinn vetur hafði varla átt nafnið skilið ... „Hampdýið" hafði líkast til ekki verið á ís nema viku eða svo, og nú var það grænt — fyrsti dimmgræni dögunarbjarminn. ★ Hann varð fullseint á ferð. Hafði misminnt um það, hvenær þau höfðu farið á fætur á vorin. Bróðir hans var rétt að axla malinn sinn; hornið á hreinum léreftsdúk lafði út um opið. Börnin ein voru enn í svefni. Mágkona hans var að hella freyðandi mjólk úr krukku. „Hvar er pabbi?" spurði hann um Ieið og hann hafði heilsað. „Farinn út að sá", sagði bróðir hans og hló lágt við. „Er dráttarekillinn rétt að rísa úr bólinu, þegar ellilaunamaðurinn er kominn út á akur að sá?" „Æ, þú þekkir hann pabba", sagði mágkona hans hlæjandi. „Hann lætur engan kyrrsetja sig, ef hann ætlar sér eitthvað". Hlátur hennar var hreinn og frjálslegur og augun leyndu engu. „Komdu með mér og heilsaðu upp á hann ', sagði bróðir hans. Konan fór nú að vekja börn- in og bræðurnir gengu út í garðinn. „Seztu inn", sagði Ambrus Járom og opnaði dyrnar á litla Skódanum. „Nei, sætið yrði útatað í olíu. Við förum á hjólinu". Snarkandi mótorhjólið var fljótt að skila þeim út á akurinn. Þegar þeir nálguðust eina dráttarvélina, klappaði ungi læknirinn á öxl bróður sínum. „Er þetta þín?" 60

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.