Réttur - 01.04.1969, Blaðsíða 35
síðar, eða 19. maí var samið og samningarnir
síðan samþykktir í einu féiaginu af öðru.
SAMNINGARNIR
Helztu niðurstöður samninganna um launa-
kjör voru þessar: Frá gildistöku samkomulagsins
til 1. des. næstkomandi skal greiða 23,35%
verðiagsuppbót á 10.000 króna grunnlatm á
mánuði, en sama krónutala á laun að 8.800 kr.
Þetta samsvarar 1200 krónum á mánuði ofan á
þau laun, sem greidd voru fyrir samkomulagið.
Verðlagsbætur til 1. september hefðu sam-
kvæmt marzsamkomulaginu hækkað um 14,8%;
í staðinn koma 12%, eftirgjöf 2,8%. Endur-
verkanir kauphækkunarinnar valda um 3% vísi-
töluhækkun og er þessi hækkun vísitölunnar
einnig gefin eftir, eða samtals 5,8% eftirgjöf.
A móti þessari eftirgjöf koma:
Ákvæði um að eftirvinnuálag verði minnst
40% og næturvinnuálag minnst 80%, þetta er
gjörbreyting frá marzsamkomulaginu. Sam-
kvæmt því hefði næturvinna á Dagsbrúnartaxta
bækkað um rúmar sex krónur — sömu krónu-
tölu og dagvinna — en hækkar nú um liðlega
10 krónur.
Teknar eru upp vísitölubætur á vaktavinnu
°g bónusvinnu.
Kunnugir telja að þessi atriði þýði 1—-2%
utgjaldaaukningu fyrir atvinnurekendur miðað
v'ð marzsamkomulagið. Ótaldir eru þá lífeyris-
sjóðirnir og sérstakar greiðslur til aldraðra
verkamanna, en þær greiðslur einar munu jafn-
gtlda 1% aukningu á fjárgreiðslum til Dags-
brúnarmanna í heild.
Að sjálfsögðu eru skiptar skoðanir um slíka
kjarasamninga. Þó hygg ég að þegar fram i
sækir verði þeir taldir merkilegir í mannrétt-
'ndabaráttu verkalýðssamtakanna vegna lífeyris-
sjoðanna. Þar var sarnið um réttindi, sem ekki
verða af verkafólki tekin jafnvel þótt fjandsam-
leg ríkisstjórn stjórni landinu. Hitt er aftur um-
deilanlegra. En það eru áhrif samninganna á
kaupið sjálft. Með samkomulaginu náðust fram
ýmsar lagfæringar á samningunum frá í fyrra,
en engu að síður á verðbólga og dýrtíð áfram
að skera niður kaupmátt þeirra launa, sem era
fyrir ofan 10 þúsund krónur á mánuði. Slíkt
er að sjálfsögðu óviðunandi. En kjarni málsins
er þó sá, að kaupatriði samningt verða alltaf
og ævinlega umdeilanleg. Gildi slíkra atriða og
varanleiki fer fyrst og fremst eftir stjórnarfar-
inu í iandinu á hverjum tíma og verkalýðs-
hreyfingin verður að gera sér fulla grein fyrir
því, að því aðeins verða niðurstöður samninga
varanlegar að stjórnarstefnan sé verkafólki í vil.
En hvað sem um samningana má segja, er
það þó rétt sem Eðvarð Sigurðsson sagði á þeim
fundi Dagsbrúnar, er staðfesti samningana að
niðurstaða þeirra var ótrúlega góð miðað við
það, sem áður var búizt við.
Ýmsir aðilar reyna að gera því skóna að staða
ríkisstjórnarinnar hafi varla verið betri en nú
eftir þessa kjarasamninga. Því miður tókst ekki
að setja stjórnina frá, en það verkefni verður
að vinna og verður því aðeins unnið að stjórn-
arandstæðingar innan verkalýðshreyfingarinnar
og alls staðar þar sem þeir geta standi saman.
Þegar svo er að stærsti stjórnarandstöðuflokkur-
inn gengur í lið með atvinnurekendum, þegar
stjórnarliðar eiga svo og svo mikil ítök í ýms-
um verkalýðsfélögum og þegar menn í æðstu
trúnaðarstöðum verkalýðssamtakanna virðast til
þess eins í þeim stöðum að dilla persónum sín-
um og hégómagirnd er sannarlega ekki við því
að búast að góður árangur náist. Sigur verka-
lýðshreyfingarinnar nú gat aðeins verið fólginn
í falli ríkisstjórnarinnar — en ósigur hennar
hefði falizt í því, ef stjórninni hefði tekizt að
rifta sambandi verðlags og launa. Að sönnu
tókst verkafólki að hrinda árásinni, en það verk-
efni að fella ríkisstjórnina er óunnið enn, en
það verður að takast. •— sv.