Réttur


Réttur - 01.04.1969, Qupperneq 4

Réttur - 01.04.1969, Qupperneq 4
vor til fulls frelsis ótvíræður, jafnt söguleg- ur sem þjóðlegur. Sú venja hefur komizt á í íslenzkri sagna- ritun, er fjallað er um hið 680 ára tímabil erlendrar yfirdrottnunar á Islandi, að ritá um landið sem hjálendu hinna erlendu yfir- drottna, Noregs- eða Danakonunga, en ekki sem nýlendu þeirra. Þessi venja á ef- laust rætur að rekja til sagnaritunar okkar á tímum sjálfstæðisbaráttunnar á 19- og 20. öld, er nauðsynlegt var að halda í heiðri hinn sögulega lögfræðilega rétt vorn. En ef litið er á stöðu Islands í efnahagslegu tilliti á þessu tímabili verður ekki komizt hjá því að telja lándið hreina nýlendu Danakonungs. A hinn bóginn er það happ okkar Islendinga að nokkuð hafði áunnizt í sjálfstæðisbaráttunni við Dani, áður en hin alræmda nýlendustefna hófst eftir 1870 og þjóðir Asíu og Afríku urðu mest fyrir barðinu á. Ríki rómönsku Ameríku og einstöku ríki í Asíu og Afríku varðveittu stjórnarfarslegt sjálfstæði sitt á 19- og 20. öld, en urðu efna- hagslega háð stórveldunum í Evrópu og Norður-Ameríku. Nú hefði mátt ætla að Is- land með tiltölulega fremur litla sjálfstjórn hlyti sömu örlög. Að líkindum hefur bitur reynsla þjóðarinnar af erlendri verzlunar- ánauð hvatt leiðtoga hennar til að vera vel á varðbergi í efnahagsmálum. Afstaða Al- þingis í Fossamálinu á þriðja tug þessarar ald- ar, er helztu virkjunarstaðir voru komnir í hendur erlendra auðfélaga, en löggjafarsam- koman gerði þau yfirráð að engu með laga- setningu 1923, er gott dæmi um varfærni í efnahagsmálum þegar erlendir aðilar áttu í hlut. Því komst Island hjá þeim örlögum, — að verða „stóriðjupeð" jafnvel áður en fullt stjórnarfarslegt frelsi vannst. Sigurinn sem vannst í sjálfstæðisbaráttunni 1944 var mögulegur vegna þess að aldrei var hvikað frá rétti vorum og vel tókst að knýja á Dani í stjórnarmálinu. Auk þess höfðu íslendingar sjálfir tekið verzlunina í eigin hendur og höfðu óskorað vald yfir auðlindum landsins. AÐ VARÐVEITA SJÁLFSTÆÐIÐ Með stofnun lýðveldis fyrir 25 árum hafði þjóð vor loks öðlazt fullt frelsi og við tók hin erfiða barátta hverrar þjóðar að firra þjóðfrelsi sitt grandi. Islendingar mynda nýtt lýðveldi í Evrópu þegar álfan logar í ófriði og fjölmargar þjóðir heims heyja mannskæða styrjöld til að vernda þjóðfrelsi sitt. Island hafði ekki farið varhluta af þeirri styrjöld. Samið hafði verið árið 1941 við Bandaríkja- menn um „hervernd" og fengu þeir herstöðv- ar hér. Ari síðar varar Bandaríkjastjórn Is- lendinga við að stofna lýðveldi og veldur sú íhlutun seinkun lýðveldisstofnunar. Og í sama mánuði og lýðveldishátíðin er birtast í New York Times greinar um nauðsyn þess að Bandaríkin hafi fastar bækistöðvar á Is- landi. Hér heima taka ýmsir undir þessar hug- myndir til að mynda Vísir sem um þessar mundir var sérlega ginkeyptur fyrir öllu að vestan. A hinum Norðurlöndunum komu fram raddir um að Island sigldi hraðbyri í greipar hinna engilsaxnesku þjóða. Við lýð- veldisstofnunina blasti þá þegar við ný sjálf- stæðisbarátta — barátta smáríkisins Islands fyrir því að varðveita unnið frelsi í heimi stórvelda, sem með ágengi og yfirdrottnun sérhagsmunastefnunnar ógna öryggi smá- þjóða. Eftir aldarfjórðungs sjálfstæði íslenzka lýð- veldisins er ekki úr vegi að líta til baka og kanna hvernig Islendingum hefur gengið að varðveita sjálfstæði sitt. Er við fluttum konungsvaldið inn í landið 52

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.