Réttur - 01.04.1969, Blaðsíða 43
RITSJÁ
Gils Guðmundsson: Færeyjar.
Bókaforlag Menningarsjóðs.
Reykjavík. 1968.
Gils Guðmundsson hefur unnið
h:ð ágætasta verk með því að
semja þessa bók. Það er í raun-
inni undarlegt, — og oss íslend-
ingum næstum til skammar, — að
vér skulum ekki fyrr en þetta hafa
eignazt heildarverk um nánustu
frændþjóð vora, Færeyinga, einu
þjóðina sem skilur mál vort —
verk ritað af Islendingi fyrir Is-
lendinga.
Sérstaklega eiga kaflarnir um
sögu Færeyja, menningu þeirra og
samskipti Færeyinga og Islend-
inga hið brýnasta erindi til okkar,
til þess að gera sem flestum Is-
lendingum Ijóst, hverjar skyldur
oss ber til að rækja sem bezt
frændsemina við næstu nábúaþjóð
okkar. Eru þessir kaflar ágætlega
samdir og liggur á bak við mikil
vinna og vitneskja.
öll ber bókin vott um samvizku-
samlegt starf og mikinn áhuga
fyrir færeyzku þjóðinni. Gefur
bókin mjög alhliða mynd af landi
og þjóð, en kaflarnir eru alls þess-
ir: Landið, — Saga, — Þjóðlíf, —
Menning (færeyzk tunga, bók-
menntir, listir og vísindi), — At-
vinnuvegir, — Stjórnmál, — Sam-
skipti Færeyinga og islendinga, - —
Einstakir landshlutar.
Bókin er prýdd fjölda mynda af
landslagi, þjóðlífi, atvinnuháttum
og einstaklingum og er hin mynd-
arlegasta að öllum frágangi.
Hafi Gils Guðmundsson þökk
fyrir þessa bók. Hún á heima í
bókaskáp hvers Islendings.
E. O.
SECHABA
Sechaba er málgagn African
National Congress (A.N.C.), þeirr-
ar þjóðfrelsisfylkingar, sem heyr
nú baráttuna fyrir jafnrétti og lýð-
ræði í háborg fasismans i heim-
inum, Suður-Afriku. Þetta tímarit
er á ensku og kemur út mánaðar-
lega. Er það vandað og myndum
prýtt og ágætt að öllum frágangi.
Það minnsta, sem þeir, er unna
baráttu fyrir lýðræði og þjóðfrelsi
og ensku lesa, geta gert er að
kaupa og lesa þetta rit og gera
þarmeð hvortveggja í senn: fylgj-
ast með í baráttunni gegn fasism-
anum og styðja hana, þótt í litlu
sé, — en margt smátt gerir eitt
stórt. Ágætt sérhefti kom nýlega
út um byltinguna gegn fasisman-
um í suðurhluta Afríku með viðtöl-
um við helztu leiðtoga hinna ýmsu
þjóðfrelsishreyfinga þ.á. meðal
þessa: Oliver Tambo, sem nú er
leiðtogi A.N.C., þar sem Mandela
er í dýflissum fasistanna, G. Ny-
androro, aðalritari ZAPU, þjóð-
frelsisfylkingar Zimbabwe-þjóðar-
innar (Rhodesiu), Lucio Barreto de
Lara, eins af leiðtogum frelsis-
hreyfingarinnar í Angola, Jose
Monteiro, fulltrúa Frelimo, frelsis-
fylkingarinnar I Mozambique, Dr.
Y. M. Dadoo, forseta þjóðfylking-
ar Indverja í Suður-Afríku, Ma>-k
Shope, aðalritara SACTU, hms
bannaða verklýðssambands hör-
undsdökkra verkamanna í Suður-
Afriku, Moses Kotane, eins leið-
toga A.N.C. ofl. — Timaritið kost-
ar 15 shillings á ári og heimilis-
fang er: 49 Rathbone Street, Lon-
don W.1. Englandi.
James Klugmann: History of the
Communist Party of Great Britain.
Volume 1. 1919—1924. — Law-
rence & Wishart Ltd. London 1968.
— 381 bls.
Kommúnistaflokkur Stóra-Bret-
lands er flokkur, sem verðskuldar
virðingu allra marxistískra flokka
og þjóðfrelsissinna. Það er flokk-
ur, sem ætíð hefur reynst trúr
þeirri alþjóðlegu skyldu marxista
að standa með hinum kúguðu
þjóðum og frelsisbaráttu þeirra,
ekki hvað síst þegar yfirstétt eig-
in lands á í hlut. Það var og er
erfitt verk fyrir kommúnistaflokk í
þvi landi, sem var sterkasta auð-
valdsríki og voldugasti nýlendu-
kúgari heims, að reynast þessari
skyldu trúr. En það hefur Komm-
únistaflokkur Stóra-Bretlands gert
með slíkri prýði, — hvaða þjóð
sem í hlut átti, — að til fyrirmynd-
ar er.
Það var mér og okkur félögun-
um, sem kynntumst fulltrúum þessa
flokks i „herleiðingunni" 1941, ó-
gleymanleg upplifun að finna
bróðurþel, baráttuþrótt og alþjóða-
hyggju brezku kommúnistanna, fá
heimsókns þingmanns þeirra Galla-
chers til okkar í Brixton fangelsið,
þiggja boð hans til sala brezka
þingsins þegar við vorum orðnir
frjálsir og vera með þeim á mót-
mælafundinum mikla daginn, sem
við vorum látnir lausir.
Það er því eðlilegt að við höf-
91