Réttur - 01.04.1969, Blaðsíða 11
Járom og bætti viS: „Jæja, já ..." og veifaði
hendinni.
Ambrus Járom og hjúkrunarkonurnar óku
gamla manninum burt.
Yfirlæknirinn lét fallast niður í stól. Glæsi-
leiki hans virtist allur á bak og burt. Hann
hvíldi andlitið í höndum sér og sat grafkyrr í
tíu mínútur. Hjúkrunarkonurnar héldu uppi
lágværum og hughreystandi klið í verkfærun-
um. Hreinn og klingjandi hljómur frá gleri og
málmi fyllti nýtt og hreint loftið í skurðstof-
unni.
Þegar Járom kom aftur, sat yfirlæknirinn þar
enn og bærði ekki á sér. Er hann kom auga á
unga lækninn, stóð hann upp og gekk hægt til
dyra. Ambrus Járom elti hann, þegjandi og ó-
styrkur í hnjánum.
í lyfjastofunni hellti yfirlæknirinn hreinsuð-
um vínanda í tvö mælistaup — nákvæmlega
fimmtíu millimetrum í hvort.
„Annað eins og þetta sér maður víst ekki
framar á ævi sinni", sagði hann við hinn unga
starfsbróður sinn og hvolfdi í sig úr staupinu.
Ambrus Járum drap aðeins tungu í sitt staup
og kinkaði kolli.
„Hvað er hann gamall, karlinn?"
„Rétt á sjötugasta og fjórða árinu ..."
„Eins og faðir minn ..." sagði Ambrus Já-
rom hljóðlega.
Hann kvaddi yfirlækninn með handabandi og
skundaði beint á skrifstofu sjúkrahússins. —
Hann bað um þriggja daga leyfi.
„Fjölskyldumál?" spurði forstöðumaðurinn.
„Að vissu leyti. En látum það heita svo með
yðar leyfi, að ég taki þessa daga fyrir fram af
sumarleyfi mínu."
„Þreyttur, ha? Gott og vel. Ég hef ekkert á
móti því ...?" Hann hafði þegar heyrt um
Ádámfy.
Á meðan ritarinn var að ganga frá forms-
atriðum, hringdi ungi læknirinn heim til konu
sinnar.
„Ég þarf snöggvast að bregða mér í heim-
sókn til hans pabba."
„Nokkuð að, er það?"
„Nei. Ég er einungis vanur að ákveða hlut-
ina umsvifalaust, eins og þú veizt," svaraði Am-
brus Járom.
„Gott. Það kann ég einmitt svo vel við. Og
það er tími til kominn, að þú skreppir þetta.
Ég tek þá saman dótið þitt, er það ekki?"
Um það bil sem hann var ferðbúinn ,var orð-
ið kvöldsett. Hann steig inn í litla Skódabílinn
og ók hægt af stað út úr borginni.
Kvöld snemma vors. Aðeins einstöku gný-
þungur vöruvagn kom á móti honum með
glampandi glyrnur, á leið í borgina með mat-
væli til næsta dags.
Vagninn hans malaði jafnt og hljóðlega.
Hann hefði getað ekið hraðar, en hélt hann
kæmi þá of snemma á áfangastað. Hendurnar
voru heldur ekki of öruggar á stýrinu, fannst
honum. Holskurðurinn um morguninn hafði
komið taugum hans í dálítið uppnám.
Hann var tuttugu og níu ára, hafði verið
kvæntur í tvö ár, og var yngstur sinna bræðra.
Þess vegna hafði honum verið kleift að læra.
Elzti bróðirinn hirti kálfa á samyrkjubúinu, sá
í miðið ók dráttarvél, systur hans voru báðar
löngu giftar og móðir hans var látin. Faðir hans
átti heima hjá miðbróðurnum. í síðasta bréfi
sínu — sem hann hafði fengið tengdadóttur
sína til að skrifa, af því hann handlék ógjarna
penna — hafði hann látið vel af heilsu sinni;
hann fengi sín ellilaun og allt væri með felldu.
Litli Skódinn leið hægt áfram eftir veginum
og varpaði birtu á langa röð af laufvana öspum.
„Óttalegt", hugsaði Ambros Járom.
„Sjötíu og þriggja ára ..Hann skalf í köld-
um næturvindinum. „Óttalegt", endurtók hann
í hálfum hljóðum. Hann virti fyrir sér hendur
sínar, þar sem þær hvíldu á stýrinu og unnu
verk sitt allt að því sjálfkrafa og eins og þær
kæmu honum lítið við. Hann hafði sterkar,
59