Réttur


Réttur - 01.04.1969, Blaðsíða 38

Réttur - 01.04.1969, Blaðsíða 38
— og hann sýnir þegar að hann kann að hag- nýta þau. Með hjálp vísinda og tækni getur kapítalisminn náð nýrri valdaaðstöðu, styrkt stjórnunartæki sín yfir mannfólkinu, af- skræmt enn meir persónuleika einstakling- anna, framkvæmt eyðileggingaráform heims- valdasinna. Það er ekkert sjálfkrafa í hinni þjóðfélagslegu þróun". Og hvað gerum við Islendingar? Spurn- ingin nær einnig til okkar. ENGLAND Samkvæmt upplýsingum James Dickens, eins þingmanns Verkamannaflokksins, eiga nú 5% af íbúum Bretlands 75% allrar einka- eignar þar í landi. PARAGUAY í Paraguay drottnar fasistastjórn Alfredo Stroessners undir vernd Bandaríkjanna. Þessi lærisveinn Hitlers braut2t til valda fyrir 15 árum og hefur komið á í landinu sams- konar stjórn fangabúða og pyndinga og ríkti í ríki Hitlers. Framar öllum öðrum eru kommúnistarnir ofsóttir, af því þeir eru bezt skipulögðu baráttumennirnir gegn harð- stjórninni. ]tdio Rojas, prófessor að starfi, var fang- elsaður 1958 og hefur verið pyntaður hræði- lega. Oftar en einu sinni hafa böðlar hans sagt við hann, er versm pyntingarnar stóðu yfir: „Hvernig þolirðu þetta? Ertu úr steini?" Og hinn þrautpíndi maður svaraði: „Eg er kommúnisti". — Rojas var settur í hinar alræmdu fangabúðir Tacumbú, sem alþýðan kallar „græna helvítið". Þar þræla fangarnir 12-14 tíma í steinnámum. Pyntingar og ill- ur aðbúnaður hafa eyðilegt heilsu hans. Hann er orðinn berklaveikur og er ekki nema skin- in beinin. 11 ára dýflisa segir til sín. Harðstjórinn setti þrjá forustumenn Kommúnistaflokksins fyrir dóm 1960, þá Rojas, Maidena prófessor og Alcorta hagfræðing. Dóm- urinn sýknaði þá alla, en ríkisstjórnin kvelur þá enn í dýflissum sínum. Maidena þjáist nú af hjartveiki, en Alcorta af æðakölkun. Ríkisstjórn- in þorir enn ekki að myrða þá vegna almenn- ingsálitsins og því síður að sleppa þeim. Þetta er „lýðræðið", sem Bandaríkin vernda — eins og í Portúgal, Spáni, Suður-Kóreu, Suður-Víetnam og víðar. UPPREISN FRANSKA S V ARTAH AF SFLOT AN S 1919 Nú eru liðin 50 ár síðan hermenn franska Svartahafsflotans gerðu sína sögulegu uppreisn til stuðnings hinu unga Sovét-Rússlandi. Það var í nóvember 1918 að frönsk flotadeild lét úr höfn og sigldi inn í Svartahaf og hertók Sevastopol, Odessa og fleiri rússneskar Svarta- hafshafnir. Tilgangurinn var að hjálpa „hvítu" hershöfðingjunum Denikin og Koltsjak, til að steypa Sovétstjórninni. En brátt uppgötvuðu frönsku hermennirnir, verkamenn og bændur — til hverra verka átti að nota þá. Landherinn franski neitaði að hlýða og í apríl 1919 varð að senda hann heim. Þá hófst uppreisnin í sjóhernum. 19. og 20. apríl drógu sjóhermenn á tveim frönskum bryndrek- um rauða fánann að hún. Yfirstjórn flotans sá sér þann kost vænstan að yfirgefa Sevastopcl, er féll í hendur Rauða hersins, og halda með flotann heim til Frakklands. Nokkrir róttækir hermenn reyndu undir forystu Marty að ná ein- um bryndrekanum á sitt vald til að sigla til Odessa, en mistókst. Ólgan barst til Frakklands, þar sem verka- 86

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.