Réttur


Réttur - 01.04.1969, Blaðsíða 9

Réttur - 01.04.1969, Blaðsíða 9
József Lengyel er fæddur 1896 í Somogy-héraði í Ungverjalandi. Hann varð snemma þekktur fyrir skáldskap sinn og sósíalisma og varð virkur þátt- takandi í byltingu ungverska verkalýðsins 1919. En ungverska byltingin þá var einn þátturinn í hetjusögu uppreisna og byltinga alþýðunnar í stríðslok 1917—19 og er hennar minnst á öðrum stað í þessu hefti Réttar. Lengyel varð í byltingunni ritstjóri ,,Vörös Újsag" (Rauða blaðsins), aðalmál- gagns Kommúnistaflokksins. Bók hans „Visegrad- strætið“ — en svo hét gatan, sem höfuðstöðvar Kommúnistaflokksins voru við 1919 — eru end- urminningar frá byltingunni. Var sú bók gefin út á þýzku 1932 með inngangi eftir Bela Kun og svo aftur í Budapest 1957. Skáldsögu um byltinguna reit hann og heitir hún á ensku „Prenn drifting“. Kom hún út 1958. Lengyel komst undan, er byltingin var kæfð . blóði í ágúst 1919, fyrst til Austurríkis, en síðar til Moskvu. Bjó hann þar í mörg ár, en 1937 var hann saklaus tekinn fastur í „hreinsununum" og var í fangabúðum í Síberíu í 18 ár. Rit hans „From beginning to end“ (Frá upphafi til endaloka) fjallar um reynslu hans þar, en óbrotinn kom hann heim, sami kommúnistinn og forðum, en sárri reynslu ríkari. Lengyel er nú talinn einn fremsti rithöfundur Ungverja, fékk Kossuth-verðlaunin fyrir bók sína um Kína 1963 og hefur hlotið alþjóðlega viður- kenningu fyrir rit sin. Smásaga sú, er hér fer ó eftir í þýðingu Þorsteins Valdimarssonar, birtist í tímaritinu „Hungarian Review", sem gefið er út i Búdapest, en þar býr Lengyel nú. „Við skerum hann!" „Prófessor, þér heyrðuð ekki hjarrsláttinn .. hóf hinn glæsilegi yfirlæknir máls með kurt- eislegu brosi. „Sjúklingurinn ..." En Adámfy tók fram í fyrir honum. „Ég veit það. Litarhátturinn segir mér nóg. Hjartað heldur út í hálftíma." „Kviðurinn er fullur af greftri. Og þegar þess er gætt, mundi jafnvel klukkustund ekki hrökkva til..." „Og ef við skerum hann ekki? Yfirlæknirinn leit á sjúklinginn; hann var meðvitundarlaus; þó hafði læknirinn varann við og svaraði í hálfum hljóðum: „Fjörutíu og átta klukkustundir." „Gott og vel! Þvoið ykkur. Ég geri upp- skurðinn." Læknarnir horfðust í augu. Þetta snerti hvort tveggja, orðstír sjúkrahússins og sjálfstraust þeirra. „Ætlarðu að leyfa honum þetta?" spurði Am- brus Járom hljóðlega. „Það er sama, hvort er,' 'svaraði yfirlæknir- inn hvíslandi og veifaði hendinni. Svo sneri hann sér að Ádámfy. „Við doktor Ambrus Já- rom aðstoðum yður þá með yðar leyfi." Gamli maðurinn hneigði yfirlætislega höfuð- ið til samþykkis. Hann gekk að mundlauginni. 57

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.