Réttur


Réttur - 01.04.1969, Blaðsíða 24

Réttur - 01.04.1969, Blaðsíða 24
HIÐ ÓBROTGJARNA Tveggja áratuga reynsla sannar verkalýðnum að með verkfallsbaráttunni vinnur hann aðeins varn- arsigra, hvað sjálfa kaupgjaldsbaráttuna snertir, meðan sú atvinnurekendastétt ræður ein ríkisvald- inu, sem beitir hömlulausri verðbólgu, af því hún fer með annarra fé í veltu. Varanlegu sigrarnir, sem verklýðssamtökin unnu með verkfallsbaráttunni á þessu varnarskeiði, voru löggjafaratriðin, sjóðaframlögin o. fl. þess háttar: Atvinnuleysistryggingarnar (1955), lífeyrissjóður togarasjómanna (1958), endurbætur i húsnæðismál- unum, framlög í sjúkrasjóði og menningarsjóði verklýðsfélaganna, stytting vinnutímans, tilfærslur miili flokka, fastráðning vissra verkamannahópa, aldursuppbætur o. fl., — og nú síðast lifeyrissjóðir fyrir öll verklýðsfélög, — allt þetta síðarnefnda á siðasta áratug. Og þessi réttindi verða ekki eyði- lögð með verðbólgu, þótt sjóðirnir hins vegar verði rýrðir. Til þess að vinna sóknarsigra í kaupgjaldsmálum, verður verkalýðurinn hér á islandi að hafa úrslita- áhrif á ríkisvaldið. Og svo slíkt megi verða, þarf hann að standa saman á stjórnmálasviðinu um þá stefnu, sem umskapar og umskipuleggur allt at- vinnu- og efnahagslíf þjóðarinnar samkvæmt þaul- hugsaðri, stórhuga áætlun um allan þjóðarbúskap vorn, — og hrinda síðan þeirri stefnu í framkvæmd. HVERSVEGNA NÚ? En hvers vegna er verðbólgan nú orðin svo óþolandi að verkalýðurinn verði að grípa í taumana til að stöðva hana? Hann gat þó áður þolað hana um skeið. Verðbólgan var að visu alltaf slæm, þegar hún var óðaverðbólga: 12% verðhækkun að meðaltali á ári. En það var þó hægt fyrir verkamenn að búa við hana, meðan tvennt fylgdist að: I fyrsta lagi: Verðbólgan ýtti ósjálfrátt undir at- vinnuframkvæmdir, — m.a. sérstaklega ibúðarhúsa- byggingar — og gerði þá jafnvel verkamönnum kleift að eignast íbúðir, sem þeir vart hefðu getað eignast með þeim vaxta- og afborganakjörum, sem í boði voru, nema með verðbólgu — og þrældómi myrkranna á milli. M. ö. orðum: Verðbólgan var þolanleg, ef hún tryggði fulla atvinnu handa öllum. I öðru lagi: Ef full, sjálfkrafa visitöluuppbót á kaupgjald og laun var í gildi, þá gat launastéttin ýtt af sér afleiðingum verðbólgunnar — og látið ábyrgðina lenda á rikisstjórninni. En nú 1968—9 er hvorugt þessara fyrir hendi: Dýrtiðin vex sem aldrei fyrr, en um leið eykst at- vinnuleysið. Og jafnframt er sjálfkrafa, full visi- töluuppbót á kaup numin úr lögum og samningum. Þess vegna verður verkalýðurinn nú að skerast í leikinn: Sjá um að ríkisvaldinu sé beitt til þess að hafa hemil á dýrtíðinni, afnema atvinnuleysið og tryggja launtökum fullar vísitöluuppbætur auk kaup- hækkunar. „AÐ HLAUPA HRATT, TIL AÐ STANDA í STAГ I ,,Lísu í Undralandi" segir frá stórum hringpalli, er snýst hratt mitt í stórum sal, en við hlið hring- pallsins er stólpi. Maður hleypur á hringpallinum I öfuga átt við snúningsstefnuna en kemst þó aldrei fram hjá stólpanum. ,,Því hleypur þú svona hratt", segir Lisa við manninn. „Til þess að reyna að standa i stað“, svarar maðurinn. Þannig hefur kapphlaup íslenzka verkamannsins við kaupmátt tímakaupsins verið í tvo áratugi. Borgarastéttin ræður með ríkisvaldi sínu hraðanum á hringpallinum — á verðgildi krónunnar. — Því meir sem verkamaðurinn herðir sig í kaupgjalds- baráttunni, — því meir eykur atvinnurekendastéttin snúningshraðann á hringpallinum — verðbólguna — og aldrei meir en frá nóv. 1967 til nóv. 1968. Um tíma reyndi verkamaðurinn að setja undir sig farartæki, er æki með sama hraða og hring- pallurinn — sjálfkrafa kaupgjaldsvísitölu. Það var numið úr lögum og síðan úr samningum. Verkalýðurinn verður sjálfur að ráða snúnings- hraða hringpallsins, ef hann ætlar ekki í það enda- lausa að vera settur í þá aðstöðu að verða að hlaupa hratt — til að standa í stað. Verklýðsstéttin verður sjálf að ná þeim áhrifum á ríkisvaldið að hún ráði hraða verðbólgunnar og geti hætt þessum kapphlaupum til að standa í stað. Án kapphlaups- ins — kaupgjaldsbaráttunnar — drægist hún alveg aftur úr, — en án þess að ráða hraða hringpallsins — verðbólgunni — getur hún ekki aukið i sifellu kaupmátt tímakaupsins. Róttækni í verklýðsbarátt- unni getur því ekki birzt í því einu að auka hraðann 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.