Réttur


Réttur - 01.04.1969, Blaðsíða 44

Réttur - 01.04.1969, Blaðsíða 44
um áhuga fyrir því hverníg þessi flokkur hefur mótast og þroskazt. Og um þa5 fjallar hið mikla rit, sem nú er að byrja að koma út hjá hinu kunna útgáfufélagi Law- rence & Wishart, „Saga kommún- istaflokks Stóra-Bretlands", en i fyrra kom 1. bindi af því og nær yfir tímabilið 1919 til 1924. 2. bind- ið er bráðlega væntanlegt og nær yfir árin 1925—27, og er eðlilega allsherjarverkfallið mikla 1926 höf- uðþáttur þess. En 3. bindið mun ná fram að upphafi heimskrepp- unnar. Það er því Ijóst að þetta verður.hið ýtarlegasta sagnfræði- rit um það er lýkur. Sagnaritarinn er James Klug- mann, einn af fremstu hugsuðum brezka Kommúnistaflokksins og raunar heimshreyfingarinnar allrar, ritstjóri tímarits flokksins „Marx- ism Today." James Klugmann er fæddur í London árið 1912. Hann gekk i Kommúnistaflokkinn 1933, en var þá stúdent í Trinity College I Cam- bridge og varð þá einn helzti leið- togi róttækra stúdenta og hafði mikil áhrif á brezka menntamenn. Hann fór snemma I stríðið, varð major og starfaði að stríði loknu hjá UNNRA, — hjálparstofnun Sameinuðu þjóðanna, — í Júgó- slavíu. En síðustu áratugina hefur hann unnið I ræðu og riti fyrir flokkinn og nýtur mikils álits. Og við hliðina á þessu starfi hefur hann svo síðustu árin unnið að samningu þessa mikla sagnarits, sem nú er að byrja að koma út. Eftir þessu fyrsta bindi að dæma verður hér um hið merkileg- asta rit að ræða. Höfundur lætur sér greinilega ekki nægja að safna samvizkusamlega skýrslum og heimildum um það, sem gerst hef- ur á hverjum tíma. Hann leggur sig og í líma að reyna að skil- grelna á marxistískan hátt ástand og þróun brezku verklýðshreyfing- arinnar á hverjum tíma, rökræða vandamál hennar og dæma um að hve miklu leyti aðgerðir flokksins nægðu til þess að fullnægja þörf- um hreyfingarinnar. Hann dregur upp skilmerkilega mynd af hinum ýmsu persónum, er við sögu koma, og hlutverki þeirra á hverju skeiði. Og honum tekst að ná því valdi á þessu efni að það verður mjög lærdómsríkt fyrir aðra svipaða flokka. Þeir, sem áhuga hafa fyrir brezkri verklýðshreyfingu og hin- um ágæta kommúnistaflokki henn- ar, munu biða með eftirvæntingu framhaldsins á þessu mlkla og merkilega verki. EO. Louis Althusser: For Marx. Elan- bökene. Forlaget Ny Dag. Oslo 1969. Elan-bækurnar eru að verða hið ágætasta safn af marxistískum rit- um um hin ýmsu þjóðfélagssvið. Hefur áður verið getið um ýms- ar slíkar bækur hér I „Rétti", bæði eftir pólska heimspekinginn Adam Schaff og Ernst Fischer, austur- ríska rithöfundinn og nýlega eru komin þar út tvö af beztu ritum Leníns I nýjum útgáfum: „Ríkið og byltingin" og „Marxisminn" og fyrir nokkru kom út eftir Regi Th. Enerstvedt: „Díalektík og sam- funnsvitenskap", framlag í um- ræðurnar milli marxista, nýmarx- ista og sósíalista. Og nýjasta bók- in er eitt af þekktustu ritum Louis Althussers, mestmegnis óbreytt eftir frönsku útgáfunni frá 1965. Louis Althusser er einn fræg- asti heimspekingur Frakka, marx- isti, háskólakennari í heimspeki. Hann er fæddur 1918 i Alsír. Tók þátt I stríðinu og var lengi fangi I Þýzkalandi. 1948 tók hann próf í heimspeki og varð síðan kennari við Ecole Normale Superieure. Althusser tekur i þessari bók til meðferðar ýms umdeild vandamál viðvikjandi þróun marxismans, einkum heimspekinnar og sér i lagi díalektíkinnar. Er þetta mjög góð bók fyrir alla þá, sem vilja fylgjast með í öllum þeim málum. Verden og Vi. Oslo. 2. hefti 1969. Ritstjóri þessa timarits er Arne Pettersen, en hann er og forstjóri útgáfufyrirtækisins Ny Dag í Oslo. „Verden og Vi" flytur ætið gott úrval úr greinum, sem birtast I „World Marxist Review", svo og greinar um málefni sósíalismans á Norðurlöndum. Er þetta tímarit því mjög heppilegt fyrir þá íslenzka sósíalista, sem fylgjast vilja vel með alþjóðamálum og frágangur þess er allur hinn bezti. Heimilis- fang er: Boks 3715. Oslo. Ár- gangurinn, 10 hefti, I alistóru broti, kostar 28 norskar krónur, og er það hlutfallslega ódýrt miðað við hvað útlend tímarit og bækur kosta eftir síðustu aðgerðir aftur- haldsins á Islandi. I þessu hefti af „Verden og Vi" er meðal margra annarra góðra greina birt uppkast að hinni nýju stefnuskrá finnska Kommúnista- flokksins, 10 síðna ýtarleg marx- istísk stefnuskrá. 92

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.