Réttur


Réttur - 01.04.1969, Blaðsíða 20

Réttur - 01.04.1969, Blaðsíða 20
EINAR OLGEIRSSON : KAUPGJALD - RÍKISVALD Stjórnarstefnan hefur leitt kreppu og atvinnuleysi yfir Island. Þetta er eðlileg afleiðing þess að hafin var til vegs sú hrunstefna, sem felst I ,,frjálsum" kapitalisma á Islandi, þegar voldugir einokunar- hringar ráða allt í kringum okkur I auðvaldsheim- inum og hafa þar gersigrað menn ,,hins frjálsa framtaks". Eina bjargarvonin fyrir Island I viðureign við slíka risa var skipulag áætlunarbúskapar inn á við og heildarstjórn á utanríkisverzlun út á við. Vald- hafarnir hafa hinsvegar reynt að komast hjá því að koma slíku fyrirkomulagi á, þótt öll þróun efna- hagslífs á Islandi kalli á það, af því þeim finnst það minna of mikið á sósíalisma. I staðinn reyna þeir að dylja gjaldþrot stefnu sinnar með þvi að fella stöðugt verðgildi krónunnar — með verð- bólgu og gengislækkunum (síðan 1958 fer- til fimm- földun dollars). Það er vissulega rannsóknaratriði hvernig stendur á að borgarastétt Islands leyfir sér það, sem engin önnur borgarastétt Evrópu gerir. Hér skal gerð tilraun til slikrar rannsóknar og reynt um leið að draga þar af ályktanir um þær ráð- stafanir er gera þarf. í KASTLJÓSI STÉTTABARÁTTUNNAR Vissir þættir i séreðli islenzks efnahagslífs hafa birtst svo skýrt I þeirri hörðu stéttabaráttu, er nú hefur verið háð, sem kastljósi væri á þá varpað. 1. Komið hefur i Ijós svo skýrt sem verða má að þessu landi verður ekki stjórnað gegn verka- lýðnum. Islenzk atvinnurekendastétt er ekki nógu sterk til þess að stjórna landinu á móti vilja verka- manna og annarra launþega. Og það eru litil lik- indi til þess að hún geti öðlast þann styrkleik. — Ef til vill getur útlent auðvald náð slíku valdi, ef það kemur inn I nógu stórum stil og ef því tekst að afla sér nógu harðvítugra kúgunartækja. — Hinsvegar er sem stendur ekki hægt fyrir íslenzkan verkalýð að stjórna landinu einn gegn borgarastéttinni. Til þess brestur hann enn þá pólitíska einingu og þroska og þar með afl. — Þessi sjálfhelda vegna jafnvægis þjóðfélagsvalds höfuðstéttanna er ekki ný, en birtist nú skærar og er orðin hættulegri en nokkru sinni fyrr. 2. En atvinnurekendastéttina skortir ekki aðeins vald til þess að geta stjórnað efnahagslífinu. Hana skortir og alla ábyrgðartilfinningu gagnvart þjóð- félaginu, sem hún á að heita yfirstétt og forusta I. Það kom bezt í Ijós í verkbanni iðnrekenda í Reykjavik — sjálfsmorðstilrauninni gagnvart því, sem eftir er af íslenzkum iðnaði. — Þetta ábyrgð- arleysi atvinnurekendastéttarinnar er heldur ekki nýtt af nálinni. VERÐBÓLGAN — STULDURINN Af því atvinnurekendastéttina hefur skort vald til þess að fremja kaupránið beint, — t.d. lækka kaup í krónutölu um 10 eða 20%, — þá fer hún leið verðbólgu og gengislækkana, til þess að lækka hið raunverulega kaup. — Slíkt mundi atvinnurek- endum ekki haldast uppi í auðvaldslöndum i ná- 68

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.