Réttur


Réttur - 01.04.1969, Blaðsíða 14

Réttur - 01.04.1969, Blaðsíða 14
eina leiðin áfram. En það vill svo til, að ég kann vel við hann. Ég er minn eigin herra, á eftirlaunum. Ég rölti hingað til að sá, en það er ekkert sem á eftir rekur". „En ég kom hingað til að fá þig með mér til Búdapest, pabbi, til dvalar hjá okkur". „Til Búdapest? Nei, sonur sæll, það hentar mér ekki. Tengdadóttur mína hérna þekki ég. Ég hef aðeins einu sinni séð konuna þína. Og hvenær var það nú aftur? ... Við giftinguna ykkar." „Ég get fullvissað þig um .. „Ég veit það. Það er gott. En ég verð kyrr hjá tengdadóttur minni hérna. Ég get ekki skipt um heimili eins og skyrtu. Það tekur því ekki, ég á ekki langt eftir". Hönd hans var sterk, eins og áður. En um stund hafði ungi læknirinn verið að virða fyrir sér andlit föður síns og háls. Gamli maðurinn var holdskarpur, og litarháturinn ekki alveg með felldu. Eins og skrælþurr ágústmold ... Ambrus Járom gat lesið margt af andliti manna; nemendur Ádámfys prófessors höfðu ekki kennt honum til einskis. „Jú, það skulum við nú vona", sagði hann hressilega, eins og lækni byrjar og hann hafði líka lært á spítalanum. „Þú lifir það að dansa við tengdadóttur þína í Búdapest, pabbi minn". „Að sjálfsögðu. Systurdóttir þín ætlar að gifta sig viku eftir páska. En að ári dansa ég naumast við nokkurn ..." Hann opnaði sekkinn og fyllti samanbrotið dúkskautið; þannig minnti það á fetilinn, sem ambáttir báru börn sín í fyrr um daga. Áður en hann steig út í plógfarið, sagði hann við son sinn: „Nú skalt þú fara heim! Ég lýk við þetta og kem svo um hádegisbilið". Ungi læknirinn stóð eftir og hreyfði sig ekki. Hann gat ekki haft augun af sporaslóð föður síns, beinni eins og hún hefði verið stikuð út í blakka og gljúpa vormoldina ... í ágúst yrði þessi mold Ijósbrún, skrælnuð og bliknuð eins og andlit föður hans. Gamli maðurinn var á leið til baka, lagði nýja slóð í moldina, nákvæmlega þar sem yztu sáðkornin höfðu fallið. Hampfræin lágu í jafnri dreif eins og gráleitar dröfnur á sánu skákinni, og sást varla korn utan hennar. „Farðu heim", skipaði hann, er hann var aftur kominn á enda. „Annars móðgarðu tengdadótt- ur mína". Börnin, og helmingur krakkanna í þorpinu, voru í einni bendu í kring um litla Skódann í húsagarðinum. Mágkona hans færði honum ný- steiktar smjörbollur. Heitt og ilmandi sæta- brauðið bragðaðist vel. Hann var ekki syfjaður, en lét það þó eftir mágkonu sinni að fleygja sér út af um stund. Hann lagði sig í rúm föður síns. Sængurklæðin voru af gömlu gerðinni, „mislit", sem kallað var, og skiptust á rauðir og rósgullnir bekkir, en æð- ardúnn í sænginni. Hann virti sængurklæðin fyrir sér og þreifaði á þeim: hrein snyrtileg og mjúk, eins og öldnum ha^fir. Hann festi dálít- inn blund. Faðir hans kom í því að hringt var til matar. Húsfreyjan var í hreinlegum kjól og bar fram matinn í postulínsskálum úr borginni. Börnin komu til borðs með þvegin andlit og hendur. Dráttarekillinn, bróðir hans, borðaði úr mal sínum fyrir dyrum. Ungi læknirinn virti föður sinn vandlegt fyrir sér. „Ertu mjög þreyttur, pabbi?" „Jæja ... Heill dagur væri mér víst ofraun. En ég ætla mér af. Samt verður nú þetta síðasta vorið sem ég geng að sá". „Já, ekki sáirðu neinu í Búdapest, nema þá baunum úti á svölunum hjá okkur". „Ég er ekki að tala um það. Ég lifi það að sjá uppskeruna í haust, svona rétt rúmlega. En mér endist ekki aldur fram að nýrri sáðtíð". „Ó pabbi," sagði tengdadóttir hans. Alltaf ertu að klifa á þessu". 62

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.